Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 74

Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 74
Þegar allt kemur til alls hefur því lítið gerst í her- bergismálum félagsins á starfsárinu. Við sitjum enn ein að herberginu en skjöl félagsins eru nú í geymslu- herberginu þar við hliðina. Hins vegar hafa hin her- bergin tvö í FS verið tekin í notkun sem vinnu- og fundaherbergi og hefur stjórn FL notið góðs af því. Framtíðarlausn á þessu máli er að sjálfsögðu i ónefndu húsi . .. villa. Niðurfelling á prófi í med. og kir. á 4. ári Umræða meðal stúdenta 4. árs um væntanlegt próf í med. og kir. hófst á ný strax í byrjun skólaárs. Kraft fékk hún ekki fyrr en að loknu jólaleyfi, því þá voru þeir fyrst færir um að ræða málin af nokkr- um kunnugleik. 3 stúdentar settu á blað nokkra punkta, er þeir töldu rök gegn væntanlegu prófi. Þetta voru gamlar lummur sem núverandi 5. árs stúdentar og fleiri höfðu bent á, um það leyti sem prófið var samþykkt. Einu nýju rökin voru, að í ljósi tillagna 4. og 6. árs námsnefnda (um breytt fyrirkomulag kennslu í med. og kir.) og viðtökum sem þær fengu í kennslunefnd, að sýnt þótti að núverandi 4. árs stúdentar yrðu þeir einu sem þreyttu þetta próf. Þessir punktar voru bornir undir fund stúdenta 4. árs, sem aftur skipaði starfshóp til fullvinnslu þessa máls. Stjórn hópsins skiptist í tvennt: í fyrsta lagi að vinna upp undirskriftalista (það ku áhrifarík þrýsti- aðferð á stjórn deildarinnar) og í öðru lagi að kynna málflutning okkar sem flestum kennurum í med. og kir. Undirskriftalistinn var síðan ræddur á fundi kennslunefndar og seinna á fundi kennara í med. og kir. Báðar þessar samkundur kusu að fella prófið niður. Það var talið máli þessu til framdráttar, að ýms- um „málsmetandi“ kennurum hafði snúist hugur gagnvart prófinu. Mar Kristjansson. Reglur um sjúkrapróf Á fundi í deildarráði 21. janúar sl. voru sam- þykktar reglur um sjúkrapróf í læknadeild. Reglur þessar voru unnar upp af nefnd deildarráðs lækna- deildar, en í henni voru Sigmundur Magnússon, Hannes Blöndal og Jón Jóhannes Jónsson stúdent. Reglurnar eru svohljóðandi: 1. a) Regluleg próf fara fram eftir próftöflu, en þeim prófum sem þá er ekki lokið, m. a. vegna veikinda á próftíma eða námstíma, má Ijúka að hausti. Að öðru leyti eru sérstök sjúkrapróf ekki haldin. Sjá sérákvæði um próf á 1. og 6. ári. b) Veikist stúdent í prófi skal það tilkynnt próf- stjóra umsvifalaust. 2. Sérákvœði um janúarpróf 1. árs. a) Stúdent á rétt á sjúkraprófi, ef hann er veikur á próftíma eða veikist í prófi. b) Veikist stúdent í prófi skal það tilkynnt próf- stjóra umsvifalaust. c) Beiðni um sjúkrapróf skal lagt fram ásamt veik- indavottorði á skrifstofu deildarinnar eigi síðar en á 2. degi eftir að reglulegt próf fór fram. d) Sjúkrapmf skal halda áður en kennsla hefst á vormisseri. 3. Sérákvœði um próf á 6. ári. a) Ákvæði 2a), 2b) og 2c) gilda jafnframt. b) Stúdent á rétt á sjúkraprófi ef hann hefur misst verulega úr kennslu á námstíma. Próftími er á- kveðinn með samkomulagi stúdents og kennara. Akvœði um veikindavottorð: 4. Veikindavottorð skal byggt á læknisskoðun á með- an á veikindum stendur. Skal það koma fram í vottorðinu svo og hvenær læknisskoðunin fór fram. 5. Um veikindavottorð fjallar kennslustjóri (ef læknislærður) annars fulltrúi kennara í kennslu- nefnd, tilnefndur árlega í upphafi hvers kennslu- árs, þ. e. að hausti. Hudur. Námskannanir Nú í haust urðu nokkrar umræður í stjórn FL um námskannanir. Stjórnin var sammála um ágæti þessa fyrirbæris og var ákveðið að vinna að þeim áfram í samráði við fulltrúa stúdenta í námsnefndum. Á fundi þessara aðila voru málin síðan rædd og búinn til starfshópur sem skipaður var fólki úr stjórn og námsnefndum. Starfshópurinn hafði úr tveimur könnunum að spila, einni vesturheimskri og annarri frá IFMSA, Alþjóðasamtökum læknanema. Hópur- inn varð sammála um að könnunin frá IFMSA tæki 72 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.