Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 78
Ásgeir Haraldsson skilaði séráliti, þar sem hann
mótmælir tillögunum og gagnrýnir fjölmargar glopp-
ur í greinargerðinni.
Tillögur þessar voru síðan samþykktar á deildar-
ráðsfundi í jan. sl. með þeirri breytingu að einnig
þarf að fá 6,5 í meðaleinkunn úr janúarprófum 1.
árs. Þann 6. febr. var svo deildarfundur um þetta
merka mál. Þar lagði Hannes Blöndal fram breyting-
artillögu á þá leið að fj öldatakmörkun skyldi miðuð
við janúarpróf 1. árs en ekki vorpróf. Þessi breyt-
ingartillaga var felld með naumum mun (28:22), en
uppbaflega tillagan um fjöldatakmörkun samþykkt
(31:19). Næst var tillagan um hækkaða meðaleink-
unn tekin fyrir. Þar kom fram breytingartillaga frá
Arinbimi Kolbeinssyni um að hækka í 7,0, á þeim
forsendum að þá myndu stúdentar leggja enn harðar
að sér við námið. Þá bar Ásgeir Haraldsson fram
viðbótartillögu á þá leið, að því yrði beint til mátt-
arvaldanna að lengja sólarhringinn úr 24 klst. í 36,
svo að stúdentar gætu lagt enn harðar að sér. Við-
bót Ásgeirs var svo vísað frá og tillagan um 7,0
felld (38:15). Tillagan urn 6,5 var svo samþykkt
(32:21).
Tillögumar voru síðan teknar fyrir í háskólaráði
þann 5. mars. Þar sem engin greinargerð hafði bor-
ist með tillögunum var aðeins fjallað lauslega um
málið. Þar var farið fram á að læknadeikl skilaði
greinargerð sem fyrst og einnig að læknanemar
skiluðu greinargerð um málið. Næsti fundur háskóla-
ráðs er fyrirhugaður 1. apríl.
Villa.
Anorexia nervosa Framh.«/ bh. 59.
HEIMILDIR:
1 A. H. Crisp: Anorexia nervosa, Hospital Medicine, 150,
1969.
2 A. H. Crisp: Early recognition and prevention of anorexia
nervosa, Developmetal medicine and child neurology, 21:
393, 1979.
3 A. H. Crisp: Outcome of anorexia nervosa, Lancet, 13. jan.:
61, 1979.
4 Retterstöl og Eitinger: Kriser og nervoser, 119.
5 Ritstjórnargrein úr Mayo Clinic: On the meaning of la-
boratory values in anorexic nervosis, Mayo Clinic, 52:748,
1977.
6 T. F. Richardson: Anorexic neurosa - An overview, Ameri-
can Journal of Nursing, august:1470, 1980.
Lítil sjúkrasaga frá Grænlandi
Við lestur greinarinnar „Meningococcar á slóðum
gonococca“ rifjaðist upp fyrir mér eftirfarandi
sj úkrasaga, sem ég held að sé nokkuð einstæð:
Morgun nokkurn kl. 8 er ég byrjaði að taka á móti
sjúklingum í Ouasigianguit (Christianháb) á Græn-
landi, kom þar fyrstur inn maður um tvítugt og var
honum mikið niðri fyrir. Hann kvaðst hafa gonorr-
hoe í hálsinum. Eg lét túlkinn segja honum að þetta
væri hin mesta vitleysa. Leit þó upp í hann. Þar var
útbreiddur roði, en ekki veruleg hálsbólga og því
síður graftarblettir. Ég vildi senda hann burtu strax,
því nóg var af öðrum sjúklingum. En hann hélt fast
við sitt og túlkurinn sagði hann heimta að vera tek-
inn alvarlega. Þetta var ekki einn af þeim ungu
mönnum, sem mættu með sinn mánaðarlega — eða
þó reglulega — lekanda. Við tókum strok, sem sýndi
gonococca. Hann sagði: „Við vorum svo fullir í gær-
kvöldi, að við vissum alls ekki hvað við gerðum.“
Lækningin var mjög auðveld, eins og gerðist um
gonorrhoe á Grænlandi þá. Hvort þar hafa komið
upp harðsvíraðri stofnar seinna, veit ég ekki.
Fyrir fjórum árum komu fyrstu tilfellin af ulcus
molle á Grænlandi. Það varð strax mikil plága. En
það er önnur saga.
Dr. Friðrik Einarsson lœknir.
76
LÆKNANEMINN