Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 18
Atriði sem bent geta til ígerðar eru t. d. há þind-
arstaða öðrum megin, loft undir þind, leiðsluverkur
upp í öxl, samfall á neðt i hluta lunga, stækkuð og/
eða aum lifur, fyrirferðaraukning í kvið, undanfar-
andi skurðaðgerð o. fl.
67Ga s'kann hefur reynst gagnlegt til að finna
ígerðir og neikvætt skann segir okkur að ekki sé um
staðbundinn sjúkdóm að ræða. Tölvuvædd sneið-
myndatækni (CAT skann) er einnig mikilvæg rann-
sókn.
Endocarditis bacterialis
Endocarditis er alvarlegur sjúkdómur og algeng
orsök HOU erlendis. Menn ættu því ætíð að hafa
þennan sjúkdóm í huga því horfur sjúklinga eru
slæmar sé hann ekki meðhöndlaður. Helst ætti að
taka blóðræktanir tvisvar til þrisvar yfir sólarhring-
inn, sérstaklega hjá þeim sem hafa hjartaóhljóð.
Algeng einkenni eru hjartaóhljóð sem eru nær allt-
af til staðar, blóðleysi, blóð í þvagi, miltisstækkun
og punktblæðingar í húð og slímhúðum (t. d. con-
junktiva).
Sum tilfelli eru mjög erfið í greiningu, ástæður
þess eru m. a.:
1. Blóðræktanir eru neikvæðar í allt að 25% til-
fella. Það getur verið vegna undanfarandi
sýklalyfjanotkunar, endocarditis á hægri hjarta-
loku, óvenjulegra sýkla o. fl.
2. Septískar embólíur eru algengar við endocar-
ditis og einkenni frá þeim geta yfirgnæft sjúk-
dómsmyndina, t. d. heilablæðing, ígerð í heila,
drep í útlim eða lungnadrep við endocarditis á
hægri hjartaloku.
3. Klassísk einkenni þurfa ekki að vera til staðar.
Stundum heyrist ekki hjartaóhljóð, en það er
sjaldgæft og þá helst í eiturlyfjaneytendum sem
oft hafa endocardilis á hægri loku. Hitt er verra
að þetta eru oft sjúklingar á efri árum þar sem
óhljóðið fær ekki tilskylda athygli og geta menn
því misst af þessu einkenni.
Algengasta bakterían við þennan sjúkdóm er
streptokokkus viridans en enterokokkar og stafylo-
kokkar koma einnig fyrir ásamt með öðrum sjald-
gæfari sýklategundum. Yfirleitt er um undirliggj andi
hjartalokusjúkdóm að ræða og skal hafa þennan
sjúkdóm sérstaklega í huga í fólki með gervilokur.
Sýkingarleið er oft við tanndrátt, bakteríurnar setj-
ast í blóðkekki sem hanga á lokunum. Sé sterkur
grunur um þennan sjúkdóm má gefa háa penisillin
skammta ásamt gentamicini eða streptomycini.
Þvagfœrasýkingar
Venjulegur pyelonephritis hefur sjaldan langvar-
andi hita í för með sér, en það geta ígerðir utan við
eða innan í nýranu gert. Þvagleiðarastífla getur
valdið langvarandi hita, einnig ígerð í blöðruháls-
kirtli. Greining getur verið erfið ef ekki ræktast
bakteríur úr þvagi né sjást hvít blóðkorn í því.
Útskilnaðarmyndir eru gagnlegar en geta verið
neikvæðar t. d. við ígerð utan við nýrað (perine-
phric abscess).
Aðrar sýkingar
Margar sýkingar aðrar en þær sem þegar hafa
verið nefndar geta valdið HOU svo sem:
Osteomyelitis (getur verið lúmskt), sinusitis, hepa-
titis.
Pscittacosis, mononucleosis infectiosa, Cytomega-
lovirus sýking.
Amoebiasis, malaria.
Brucellosis, salmonellosis, listeriosis, toxoplasm-
osis.
Meningokokkemia, gonokokkemia o. fl.
II. ILLKYNJA SjÚKDÓMAR
Algengustu orsakir HOU ef sýkingar eru undan-
skildar eru æxli ýmis konar. Hér er af mörgu að
taka en sennilega eru lymfoma efst á blaði. Hiti er
algengur við lymfoma í retroperitoneum og í milta.
Lymfoma er jafnframt algengasta æxlið í retroperi-
toneum, en það svæði er mjög hljótt um sig varðandi
einkenni og getur því verið mjög erfitt í greiningu.
Einkenni eins og t. d. hliðrun líffæra koma seint,
einna fyrst er hægt að sjá hliðrun á þvagleiðara við
nýrnamyndatöku. Venjulega eru þessi æxli búin að
dreifa sér víða við greiningu og horfur því slæmar.
Algengast er að hér sé um Hodgkin’s sjúkdóm að
ræða en non-Hodgkin’s lymhoma geta einnig valdið
HOU. Sé Pel-Ebstein hitamynstur til staðar bendir
það sterklega til Hodgkin’s sjúkdóms. Akút leuke-
míur gela líkst sýkingu í upphafi. Þeim fylgir nær
16
LÆKNANEMINN