Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Síða 18

Læknaneminn - 01.09.1981, Síða 18
Atriði sem bent geta til ígerðar eru t. d. há þind- arstaða öðrum megin, loft undir þind, leiðsluverkur upp í öxl, samfall á neðt i hluta lunga, stækkuð og/ eða aum lifur, fyrirferðaraukning í kvið, undanfar- andi skurðaðgerð o. fl. 67Ga s'kann hefur reynst gagnlegt til að finna ígerðir og neikvætt skann segir okkur að ekki sé um staðbundinn sjúkdóm að ræða. Tölvuvædd sneið- myndatækni (CAT skann) er einnig mikilvæg rann- sókn. Endocarditis bacterialis Endocarditis er alvarlegur sjúkdómur og algeng orsök HOU erlendis. Menn ættu því ætíð að hafa þennan sjúkdóm í huga því horfur sjúklinga eru slæmar sé hann ekki meðhöndlaður. Helst ætti að taka blóðræktanir tvisvar til þrisvar yfir sólarhring- inn, sérstaklega hjá þeim sem hafa hjartaóhljóð. Algeng einkenni eru hjartaóhljóð sem eru nær allt- af til staðar, blóðleysi, blóð í þvagi, miltisstækkun og punktblæðingar í húð og slímhúðum (t. d. con- junktiva). Sum tilfelli eru mjög erfið í greiningu, ástæður þess eru m. a.: 1. Blóðræktanir eru neikvæðar í allt að 25% til- fella. Það getur verið vegna undanfarandi sýklalyfjanotkunar, endocarditis á hægri hjarta- loku, óvenjulegra sýkla o. fl. 2. Septískar embólíur eru algengar við endocar- ditis og einkenni frá þeim geta yfirgnæft sjúk- dómsmyndina, t. d. heilablæðing, ígerð í heila, drep í útlim eða lungnadrep við endocarditis á hægri hjartaloku. 3. Klassísk einkenni þurfa ekki að vera til staðar. Stundum heyrist ekki hjartaóhljóð, en það er sjaldgæft og þá helst í eiturlyfjaneytendum sem oft hafa endocardilis á hægri loku. Hitt er verra að þetta eru oft sjúklingar á efri árum þar sem óhljóðið fær ekki tilskylda athygli og geta menn því misst af þessu einkenni. Algengasta bakterían við þennan sjúkdóm er streptokokkus viridans en enterokokkar og stafylo- kokkar koma einnig fyrir ásamt með öðrum sjald- gæfari sýklategundum. Yfirleitt er um undirliggj andi hjartalokusjúkdóm að ræða og skal hafa þennan sjúkdóm sérstaklega í huga í fólki með gervilokur. Sýkingarleið er oft við tanndrátt, bakteríurnar setj- ast í blóðkekki sem hanga á lokunum. Sé sterkur grunur um þennan sjúkdóm má gefa háa penisillin skammta ásamt gentamicini eða streptomycini. Þvagfœrasýkingar Venjulegur pyelonephritis hefur sjaldan langvar- andi hita í för með sér, en það geta ígerðir utan við eða innan í nýranu gert. Þvagleiðarastífla getur valdið langvarandi hita, einnig ígerð í blöðruháls- kirtli. Greining getur verið erfið ef ekki ræktast bakteríur úr þvagi né sjást hvít blóðkorn í því. Útskilnaðarmyndir eru gagnlegar en geta verið neikvæðar t. d. við ígerð utan við nýrað (perine- phric abscess). Aðrar sýkingar Margar sýkingar aðrar en þær sem þegar hafa verið nefndar geta valdið HOU svo sem: Osteomyelitis (getur verið lúmskt), sinusitis, hepa- titis. Pscittacosis, mononucleosis infectiosa, Cytomega- lovirus sýking. Amoebiasis, malaria. Brucellosis, salmonellosis, listeriosis, toxoplasm- osis. Meningokokkemia, gonokokkemia o. fl. II. ILLKYNJA SjÚKDÓMAR Algengustu orsakir HOU ef sýkingar eru undan- skildar eru æxli ýmis konar. Hér er af mörgu að taka en sennilega eru lymfoma efst á blaði. Hiti er algengur við lymfoma í retroperitoneum og í milta. Lymfoma er jafnframt algengasta æxlið í retroperi- toneum, en það svæði er mjög hljótt um sig varðandi einkenni og getur því verið mjög erfitt í greiningu. Einkenni eins og t. d. hliðrun líffæra koma seint, einna fyrst er hægt að sjá hliðrun á þvagleiðara við nýrnamyndatöku. Venjulega eru þessi æxli búin að dreifa sér víða við greiningu og horfur því slæmar. Algengast er að hér sé um Hodgkin’s sjúkdóm að ræða en non-Hodgkin’s lymhoma geta einnig valdið HOU. Sé Pel-Ebstein hitamynstur til staðar bendir það sterklega til Hodgkin’s sjúkdóms. Akút leuke- míur gela líkst sýkingu í upphafi. Þeim fylgir nær 16 LÆKNANEMINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.