Læknaneminn - 01.09.1981, Side 64

Læknaneminn - 01.09.1981, Side 64
Hannes Stephensen, 6. ár, Ásgeir Haraldsson, 5. ár, Jón Jóhannes Jónsson, 4. ár, Jón Baldursson, 3. ár, Sigríður Dóra Magnúsdóttir, 2. ár, Ástríður Stefánsdóttir, 1. ár. A liðnu vori var Guðmundur Georgsson kosinn formaður kennslunefndar læknadeildar. Breytt var um fulltrúa kennara í nefndinni í haust að nokkru og tók þá við formennsku nefndarinnar Bjarni Þjóð- leifsson. Báðir unnu þessir formenn afar gott starf. Hefur þeim tekist að velja nefndinni heppilegan far- veg á þessum tíma. I vetur hefur nefndin verið drif- in áfram af áhugasemi og dugnaði Bjarna Þjóðleifs- sonar. Er vonandi að árangur starfsins verði góður. Fulltrúar kennara í nefndinni í vetur voru: Gunnar Sigurðsson, 6. ár, Gunnar Biering, 5. ár, Bjarni Þjóðleifsson, 3. ár, Jakob Magnússon, 3. ár, Baldur Símonarson, 2. ár, Guðmundur S. Jónsson, 1. ár, Víkingur H. Arnói'sson, forseti læknad., Högni Oskarsson, kennslustjóri. I vetur hefur nefndin fjallað mikið um heildar- skipulag námsins í læknadeild. Öllum er Ijóst að ýms- ar ambögur og meinbaugir eru á náminu. Kennslu- nefnd hefur í þvi samvinnu við námsnefndir freist- að þess að gera nokkra úttekt á náminu og skipu- lagi þess. Vinna þessi er grundvöllurinn að umbót- um sem þegar er farið að vinna að. Verkefni þetta hófst á liðnu hausti er kennslu- nefnd óskaði eftir skýrslum námsnefnda um hvert ár læknadeildar, uppbyggingu, kosti, galla og hugsan- legar betrumbætur. Fyrir áramót höfðu allar náms- nefndirnar sikilað verkinu. Strax var ljóst að þessar skýrslur námsnefndanna voru afar gagnlegar og höfðu að geyma margan og góðan fróðleikinn um deildina. Skýrslurnar voru því allar gefnar út í „Áfangaskýrslu um slörf námsnefnda“. Reyndist þessi áfangaskýrsla vera nær 100 bls. og er rosagagn- leg. Ekki er hér unnt að gera nánari grein fyrir þeim fjöldamörgu atriðum sem um er fjallað þar. Stikla ég því eingöngu á stóru. Ljóst er að efnafræði 1. árs er mun meiri en skyn- samlegt getur talist. Því er þar ráðgerður verulegur niðurskurður. Verður væntanlega settur upp nýr kúrsus hvar kennd verður almenn efnafræði, efna- greining og lífræn efnafræði. Með þessu móti má skapa allverulegt svigrúm á fyrsta ári. Notkun þessa svigrúms er ekki enn ákveðin. Til greina kemur að flytja námsefni af efri árum niður á 1. ári. Með því móti má rýmka til á efri árum og taka þar upp kennslu í nauðsynlegum greinum sem nú eru úti í kuldanum. Má sem dæmi nefna kliniska efnafræði, öldrunarlækningar og næringarfræði. I framhaldi af þessu hefur verið rætt um að flytja lífefnafræði af 2. ári niður á 1. ár. Þá mætti færa sýkla- og ónæmisfræði af 3. ári niður á 2. ár i stað- inn. Á þann hátt opnaðist nokkuð rými á 3. ári, en þar fer námið að gerast æ kliniskara. Hugmyndir þessar telja ýmsir nokkuð álitlegar en kennarar í lífefnafræði eru þeim algj örlega andvígir. Einnig hefur sú hugmynd verið reifuð að kenna sálarfræði á fyrsta ári. Er vissulega kostur að kenna eitt fag á fyrsta ári sem ekki flokkast undir raun- greinar. Þá hefur verið rætt um að kenna faraldursfræði í einu lagi, t. d. á 4. ári. Nú eru þessi fög kennd á 2., 4. og 6. ári. Á klinisku árunum eru einnig fyrirhugaðar nokkr- ar breytingar. Ætlunin er að koma á samfelldri fyr- irlestraskrá fyrir 4. og 6. ár. Ljóst er að um nokkra tvíkennslu er að ræða við núverandi fyrirkomulag. Með væntanlegri fyrirlestraskrá er ætlunin að kennsla i hand- og lyflæknisfræðum verði samfelld, þ. e. ekki verði á 6. ári endurtekið námsefni 4. árs heldur ákveðnum efnum gerð full skil á hvoru ári fyrir sig. Afar líklegt er að þetta bæti verulega úr skák. „Litlu fögin“ á 6. ári eru nú kennd að loknu verk- legu námi í hand- eða lyflæknisfræði. Tapast með þessu heppileg samfella í náminu í hand- og lyf- læknisfræði. Kennslunefnd telur æskilegt að „litlu fögin“ verði flutl fram fyrir verklega hlutann hvers getið var. Hæfist þá 6. árið á „litlu fögunum“ en síðan tæki við samfelll nám, bóklegt og verklegt í hand- og lyflæknisfræði. í staðinn hæfist 4. ár á verklegu námi í margnefndum fögum. Þeirri hugmynd skýtur æ oftar upp að heppilegt 62 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.