Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 76
mál svo sem rannsóknamál, fjöldatakmarkanir, störf
laganefndar, ráðstefnu sem haldin var með stunda-
kennurum og lánamál, svo eitthvað sé nefnt.
Villa.
Um aSild aS norrœnum félögum
Félag læknanema er aðili að tveimur norrænum
samtökum, Norræna læknakennslusambandinu NF-
MU ) og Norræna læknanemafélaginu.
Norræna læknakennslusambandið er félag allra
þeirra aðila sem hafa eitthvað með læknamenntun
að gera á Norðurlöndum. Þannig eru aðilar að sam-
bandinu hér, Félag læknanema, Læknafélag Islands,
heilbrigðismálaráðuneytið og landlæknisembættið.
Læknakennslusambandið var stofnað 1956 og er
hlutverk þess að efla og bæta læknakennslu á Norð-
urlöndum. Hefur þessu markmiði aðallega verið náð
með því að halda ráðstefnur og semenur um hin
ýmsu málefni. Bárður Sigurgeirsson, gjaldkeri Fé-
lags læknanema, á sæti í stjórn sambandsins og hef-
ur sótt fundi þess í vetur.
Norræna læknanemafélagið (NMS) eru samtök
allra læknanemafélaga á Norðurlöndunum. Hlutverk
félagsins er tvíþætt: f fyrsta lagi að taka þátt í
starfsemi læknakennslusambandsins (NFMU) og
túlka skoðanir læknanema á þeim vettvangi. í öðru
lagi að miðla þeim fróðleik sem þar kemur fram til
læknanema. 1 þessu skyni gefur félagið úr fréttablað
NMS-bulletinen. Fundir eru haldnir í sambandi við
fundi í Læknakennslusambandinu. Bárður Sigur-
geirsson er nú formaður Norræna læknanemafélags-
mS' BárSur.
Ljósriti
Nú um miðjan vetur festi Félag læknanema kaup á
ljósrita. Er hér um að ræða vandað tæki af Canon
gerð. Er það mál manna að ekki hafi verið ráðist í
slíkt stórvirki svo lengi sem elstu menn muna.
Tilgangurinn með þessum kaupum var tvíþættur:
I fyrsta lagi að gefa hinum almenna félagsmanni
kost á ódýrri ljósritun. f öðru lagi að vera þjónustu-
tæki fyrir embættismenn Félags læknanema, en sem
kunnugt er hafa á hverju ári farið stórar upphæðir
til Ijósritunar. Ætla mætti að Félagi læknanema
sparaðist þarna umtalsverðar upphæðir á ári hverju.
Ljósritinn er nú til bráðabirgða staðsettur í fé-
lagsherbergi Félags læknanema og hefur félagsmönn-
um gefist kostur á því að nota hann 2svar í viku.
Verði er mjög stillt í hóf, einungis 20 aurar fyrir
félagsmenn. n,
BarSur.
Lœknadeildarh ús iS
Um Ianga hríð hefur það verið ofarlega á verk-
efnaskrá Háskóla íslands, að byggja hús yfir lækna-
deild. Þetta stóð raunar til löngu fyrir 1960, en ým-
islegt liefur tafið framkvæmdir.
I fyrsta lagi vill það oft dragast á langinn, að
byggingar á vegum hins opinbera spretti úr jörðu og
í öðru lagi tekur fyrst steininn úr þegar tvö ráðu-
neyti stjórna verkinu, í stað eins og það er öldungis
lóðið í þessu tilfelli. Það þykir nefnilega tilhlýðilegt,
að læknadeildarhús standi nærri sjúkrahúsi eins og
raunin er á Landspítalalóð. Hafa því bæði mennta-
mála- og heilbrigðismálaráðuneyti hér hönd í bagga
og ætlar hvort ráðuneytið hinu að sjá um útgjöldin.
1 þriðja lagi þótti brýnt, að margendurskoða
teikningar hússins með þeim ásetningi, að skera nið-
ur væntanlegt húsrými — tókst vel - því nú fær
deildin aðeins 40-60% þess rýmis er henni var ætl-
að um 1970. Verður ekki farið meira út í þá sálma
að sinni.
Um 1976 var ákveðið að reisa svokallaða bygg-
ingu 7 á Landspítalalóð, neðan Hringbrautar. Bygg-
ingunni var ætlað að hýsa tannlæknadeikl auk lækna-
deildar. Byggingin skyldi vera fimm hæða og hugs-
uð í þremur samstæðum hlutum: suðurhluta, mið-
hluta og norðurhluta. Miðhluli var ætlaður sem aðal-
kjarni rannsóknastofa. Síðar var svo ákveðið, að
reisa einungis miðhluta og suðurhluta, en alls er
óvíst hvenær eða hvort norðurhluti rís. Húsnæði
læknadeildar mun verða á fjórðu og fimmtu hæð
byggingarinnar, og í hluta fyrstu hæðar, sem er
kjallari. Tannlæknadeild verður á annarri og þriðju
hæð. Mestallur norðurhluti kemur í hlut læknadeild-
ar, ef hann rís.
Frá því í desember 1979 hefur nefnd starfað á
vegum læknadeildar, til þess að gera tillögur um nýt-
ingu húsnæðis. I nefndinni áttu sæti:
Víkingur Arnórsson, forseti læknadeildar,
Hannes Blöndal,
74
LÆKNANEMINN