Læknaneminn - 01.09.1981, Síða 76

Læknaneminn - 01.09.1981, Síða 76
mál svo sem rannsóknamál, fjöldatakmarkanir, störf laganefndar, ráðstefnu sem haldin var með stunda- kennurum og lánamál, svo eitthvað sé nefnt. Villa. Um aSild aS norrœnum félögum Félag læknanema er aðili að tveimur norrænum samtökum, Norræna læknakennslusambandinu NF- MU ) og Norræna læknanemafélaginu. Norræna læknakennslusambandið er félag allra þeirra aðila sem hafa eitthvað með læknamenntun að gera á Norðurlöndum. Þannig eru aðilar að sam- bandinu hér, Félag læknanema, Læknafélag Islands, heilbrigðismálaráðuneytið og landlæknisembættið. Læknakennslusambandið var stofnað 1956 og er hlutverk þess að efla og bæta læknakennslu á Norð- urlöndum. Hefur þessu markmiði aðallega verið náð með því að halda ráðstefnur og semenur um hin ýmsu málefni. Bárður Sigurgeirsson, gjaldkeri Fé- lags læknanema, á sæti í stjórn sambandsins og hef- ur sótt fundi þess í vetur. Norræna læknanemafélagið (NMS) eru samtök allra læknanemafélaga á Norðurlöndunum. Hlutverk félagsins er tvíþætt: f fyrsta lagi að taka þátt í starfsemi læknakennslusambandsins (NFMU) og túlka skoðanir læknanema á þeim vettvangi. í öðru lagi að miðla þeim fróðleik sem þar kemur fram til læknanema. 1 þessu skyni gefur félagið úr fréttablað NMS-bulletinen. Fundir eru haldnir í sambandi við fundi í Læknakennslusambandinu. Bárður Sigur- geirsson er nú formaður Norræna læknanemafélags- mS' BárSur. Ljósriti Nú um miðjan vetur festi Félag læknanema kaup á ljósrita. Er hér um að ræða vandað tæki af Canon gerð. Er það mál manna að ekki hafi verið ráðist í slíkt stórvirki svo lengi sem elstu menn muna. Tilgangurinn með þessum kaupum var tvíþættur: I fyrsta lagi að gefa hinum almenna félagsmanni kost á ódýrri ljósritun. f öðru lagi að vera þjónustu- tæki fyrir embættismenn Félags læknanema, en sem kunnugt er hafa á hverju ári farið stórar upphæðir til Ijósritunar. Ætla mætti að Félagi læknanema sparaðist þarna umtalsverðar upphæðir á ári hverju. Ljósritinn er nú til bráðabirgða staðsettur í fé- lagsherbergi Félags læknanema og hefur félagsmönn- um gefist kostur á því að nota hann 2svar í viku. Verði er mjög stillt í hóf, einungis 20 aurar fyrir félagsmenn. n, BarSur. Lœknadeildarh ús iS Um Ianga hríð hefur það verið ofarlega á verk- efnaskrá Háskóla íslands, að byggja hús yfir lækna- deild. Þetta stóð raunar til löngu fyrir 1960, en ým- islegt liefur tafið framkvæmdir. I fyrsta lagi vill það oft dragast á langinn, að byggingar á vegum hins opinbera spretti úr jörðu og í öðru lagi tekur fyrst steininn úr þegar tvö ráðu- neyti stjórna verkinu, í stað eins og það er öldungis lóðið í þessu tilfelli. Það þykir nefnilega tilhlýðilegt, að læknadeildarhús standi nærri sjúkrahúsi eins og raunin er á Landspítalalóð. Hafa því bæði mennta- mála- og heilbrigðismálaráðuneyti hér hönd í bagga og ætlar hvort ráðuneytið hinu að sjá um útgjöldin. 1 þriðja lagi þótti brýnt, að margendurskoða teikningar hússins með þeim ásetningi, að skera nið- ur væntanlegt húsrými — tókst vel - því nú fær deildin aðeins 40-60% þess rýmis er henni var ætl- að um 1970. Verður ekki farið meira út í þá sálma að sinni. Um 1976 var ákveðið að reisa svokallaða bygg- ingu 7 á Landspítalalóð, neðan Hringbrautar. Bygg- ingunni var ætlað að hýsa tannlæknadeikl auk lækna- deildar. Byggingin skyldi vera fimm hæða og hugs- uð í þremur samstæðum hlutum: suðurhluta, mið- hluta og norðurhluta. Miðhluli var ætlaður sem aðal- kjarni rannsóknastofa. Síðar var svo ákveðið, að reisa einungis miðhluta og suðurhluta, en alls er óvíst hvenær eða hvort norðurhluti rís. Húsnæði læknadeildar mun verða á fjórðu og fimmtu hæð byggingarinnar, og í hluta fyrstu hæðar, sem er kjallari. Tannlæknadeild verður á annarri og þriðju hæð. Mestallur norðurhluti kemur í hlut læknadeild- ar, ef hann rís. Frá því í desember 1979 hefur nefnd starfað á vegum læknadeildar, til þess að gera tillögur um nýt- ingu húsnæðis. I nefndinni áttu sæti: Víkingur Arnórsson, forseti læknadeildar, Hannes Blöndal, 74 LÆKNANEMINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.