Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 23

Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 23
idiopatisk. Óstöðugur hryggjarliður kallast það þeg- ar skrið verður milli tveggja liða. Oftast milli þriðja og fjórða eða fjórða og fimmta lumbal-liða. Skriðið verður venjulega fram á við, við flexion. 2. Meðfœddar missmíðar. Lítilvægar meðfæddar missmíðar á hryggjarliðunum eru það algengar að nánast er hægt að líta á þær sem eðlilegan mismun manna á milli. Finnast í helmingi mannfólks. Hér er helst að nefna: 9 As-ymmetri á processi articulares superiores og inferiores á lumbal-svœði, svonefndur Facet tropism. Hal.i liðflatanna í þessum liðum er mismunandi eftir síaðsetningu á hryggnum. A cervical-svæðinu eru líðfletirnir í svo til láréttu plani, með þó örlitlum posteroinferior halla. A thorax-svæðinu er hallinn niður á við. En á lumbal-svæðinu er hallinn breyti- legur. Allt frá sagital-'halla við fyrsta og annan lum- bal-lið, til næstum coronal-halla við neðstu lumbal- liðina. Stundum getur komið fyrir að halli eins lið- flatar er ólíkur halla mótlægs liðflatar á lumbal- svæðinu. Þetta er kallað „Facet tropism“, og sést hjá nokkuð mörgum einstaklingum. Við sveigju- hreyfingar verður óeðlilegt álag á þessum Iiðum. Getur minnkað hreyfanleika í ákveðnum liðum á lumbal-svæði og jafnframt valdið auknu álagi á hina liðina. Einkennin geta komið fram sem bakverkir. * Transitional hryggjarliður. Þá er ált við lumbali- sation á fyrsta sacral-lið eða sacralisation á fimmta lumbal-lið. Við lumbalisation verður í raun um sex hreyfanlega lumbal-liði að ræða, með auknu álagi á lumbosacral-liðinn. Við sacralisation verða aðeins fjórir hreyfanlegir liðir. Þegar þetta er báðum meg- in, veldur það sjaldan einkennum. En ef aðeins öðrum megin, veldur það mjög auknu álagi á hrygg- inn. Getur leitt til útbungunar á næsta liðþófa fyrir ofan. * Spina bifida occulta. Þá er gallinn í boga hrvggj- arliðarins, lamina arcus vertebrae. Þetta er langal- gengast á lumbosacral-svæði. Veldur sjaldnast ein- kennum. 3. Spondylosis, einkennist af hrörnun á liðþófum ásamt breytingum á aðlægum hryggj arliðum. Sést oft á röntgenmyndum af fólki á miðjum aldri og upp úr. Oftast einkennalaust, en einkenni geta kom- ið ef þreyta eða áverkar valda óeðlilegu álagi á brygginn. 4. Averkar og slys, sem valda sköddun á hrygg eða öðrum líkamshlutum geta síðar valdið útbungun á liðþófum, t. d. fall, íþróttaslys, síendurteknar með- göngur með þyngdaraukningu og án líkamlegrar endurhæfingar. Fall getur valdið samfalli á hryggj- arlið, oompressions fracturu. Subluxation á Facet- liðum. Spondylolysis og spondylolysthesis, sem get- ur verið bæði af meðfæddum orsökum eða vegna stress fraciuru á pediculus arcus vertebrae (íþróttir). 5. Osteoarthritis. Hrörnunarbreytingar í liðbrjóski Iiðanna milli processi articulares sup. og inf. Talið að síendurteknir litlir áverkar valdi, t. d. við óhóf- legt álag í íþróttum á yngri árum. Einnig er talað um erfðaþátt og offitu, sem mikilvæg atriði. Einkenní við útbungun á liðþófum fara síðan eft- Mynd 2. Stejna útbungunar liðþófa á cervical svœSi hryggjar. a. dorso-medial útbungun. b. dorso-lateral útbungun. c. intra- foraminat útbungun. ir staðsetningu og stærð útbungunarinnar, og eftir því hvort þrýstingurinn verður á eina eða fleiri taugarætur. Útbungunin getur farið upp eða niður inn í hol hryggjarliðanna og endað með eyðingu á liðþófanum. Hún getur komið snögglega eða yfir lengri tíma. I fyrra tilvikinu koma svonefndar mjúk- ar útbunganir, en í því síðara getur orðið viðbragð (reaction) í aðliggjandi beini, þannig að beinmynd- un verður og beinsporar myndast, osteophytar. Svo- nefndar harðar útbunganir. Ef útbungunin fer fram á við eða til hliðar, koma vanalega ekki fram ein- kenni frá taugarótum. Hins vegar veldur útbungun inn í mænugöng (dorso-lateralt eða dorso-medialt) eða inn í foramina intervertebralia aftur á móti oft einkennum frá viðkomandi taugarót eða taugarótum læknaneminn 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.