Læknaneminn - 01.09.1981, Side 32

Læknaneminn - 01.09.1981, Side 32
Endurlífgun Ásgeir Haraldsson læknanemi, Ólafur Z. Ólafsson læknir Bnngangur Markmið þessarar greinar er að gera læknanemum grein fyrir endurlífgun á einfaldan máta. Er þess freistað að þeir temji sér fagleg og ákveðin vinnu- brögð utan sjúkrahúsa sem innan. Endurlífgun má skilgreina: Að endurvekja öndun ásamt starfi hjarta og blóðrásar, sem hefur nýstöðvast. Hjartastopp er skiigreint sem púlsleysi og/eða ekkert hjartaútfall og þar með ekkert blóðílæði til vefja. Hjartastoppi fylg- ir alltaf truflun á eðlilegum rafhrifum hjarla. Um 20 ár eru síðan byrjað var almennt að beita blástursaðferð og ytra hjartahnoði. Hefur endur- lífgun þróast i markvissar aðgerðir, sem í einföld- ustu mynd á að vera flestum mögulegt að fram- kvæma. Sérhæfðari meðferð er aðeins á færi þeirra, sem til þess hafa fengið þjálfun. Flest tilfelli hjarta- stopps og skyndidauða eiga sér stað utan sjúkrahúsa eða á leið til sjúkrahúsa. Ætlunin er hér að ræða um nokkur grundvallar- atriði greiningar og fyrstu meðferðar. Er hér yfir- Ieitt miðað við fullorðna nema annað sé tekið fram. Um framhaldsmeðferð, svo sem við losti, hjart- sláttaróreglu, lungnahjúg, meðferð í öndunarvél og aðgerðir til frekari heilaverndunar verður ekki fjall- að hér. Orsaleir Fjölmargar ástæður geta leitt til öndunar- og hjartastopps. Stundum eru orsakir óljósar þegar end- urlífgun hefst. Oftast er þó líkt að verki staðið, þrátt fyrir mismunandi orsakir. Hjartasjúkdómar: Kransæðasjúkdómar, án eða með hjartadrepi eru algengasta orsökin hjá fullorðn- um. I yfir 80% hjartadrepstilfella er hjartsláttar- óregla sem getur leitt til hjartastopps. Heilaœðasjúkdómar: Blæðing eða heilarek. Lungnasjúkdómar: Alvarlegri stig asthma, lungna- þembu, berkjubólgu, lungnabólgu og loftbrjósts. Stíjlaðir loftvegir: Aðskotahlutir, svo sem fæða hjá fullorðnum, oft samhliða víndrykkju. Slys: Alvarlegir áverkar á höfuð, háls, brjóst og kvið. Skyndiblœðing: Mikil blæðing, oftast innvortis og við slys. Ofkœling: Alltaf þegar hiti fer niður fyrir 30°, er hætta á of hægum hjartslætti og síðan fibrillatio ventriculorum. Drukknun: Þeir sem falla í mjög kalt vatn/sjó, kólna innan nokkurra minútna niður fyrir 30°, sem leiðir fljótt til hjartsláttaróreglu. Reykeitrun: CO, C02 og ýmsar lofttegundir. Lyfjaeitrun: Oft svefnlyf og geðlyf, samhliða öðr- um tiltækum lyfjum. Skyndidauði ungbarna: Orsakir óþekktar. iirvining Ondunar- og hjartastopp verður að greina strax og meðferð að hefjast samstundis, ef árangur á að nást. Fimm atriði liggja til grundvallar greiningu. Við bestu aðstæður bætist síðan við hjartarafsjá og/eða hjartarafritun. Greining á ekki að taka lengri tíma en 10—15 sek- úndur, án allra tækja: 1. Meðvitund. 2. Öndun. 3. Púls. 4. Húð. 5. Ljósop. Meðvitund: Við hjartastopp hverfur meðvitund samsLundis. Meðvitundarleysi þarf þó ekki að þvða öndunar- eða hjartastopp. Öndun: Hlustað er eftir öndun með því að leggja 30 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.