Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 14
26
ÚR VAL
fisk inn yfir borðstokkinn, þá
verða lcostir rafhnappafiskveið-
anna auðsæir.
Slíkar nýtízkuaðferðir tak-
markast ekki eingöngu af linu-
veiðum. Bandarískt fiskiskip
setti met i síldveiðiafla úti fyrir
Hatterashöfða með hjálp raf-
magnsveiðitækja. Rafstraumur-
inn beindi fiskunum i átt til
netjanna og rak þá þangað inn.
Spænskir fiskimenn, sem
stunda hinar ævagömlu túnfisk-
veiðar með netjum, hafa verið
ótrúlega fengsælir nú nýlega
með þvi að nota aðrar rafveiði-
aðferðir. Á hverju ári fara torf-
ur túnfisks um hið þrönga sund
við Gíbraltar til þess að hrygna
i Miðjarðarhafinu. Öldum sam-
an hafa Spánverjar notfært sér
þessa eðlisávisun túnfisksins og
veitt þesssa risavöxnu fiska í
stór og dýr net i sundi þessu.
En hinir lipru, bardagafúsu
túnfiskar skemmu ósköpin öll
af netjum, eða um 3.000 ster-
lingspunda virði hvern veiði-
dag, og það þurfti næstum 1000
manna lið til þess að gera við
netin og manna tíu slcipa fisk-
veiðiflota. Fiskimennirnir voru
nú taldir á að notfæra sér þessar
nýju rafveiðiaðferðir, og hafa
þeir nú uppgötvað, að með not-
kun fjögurra skipa og 50 manna
liðs hefur daglegur afli meira
en tvöfaldazt og slitið á netjum
þeirra minnkað um 90%.
Aðferðin, sem notuð er, er i
rauninni einföld. Túnfiskarnir
lamast, um leið og þeir synda
fram hjá rafstraumi, sem beint
er i sjóinn umhverfis þá. Síðan
þarf ekki að gera annað en
að tína þá úr sjónum.
Nýtízku veiðiaðferðir í Banda-
rikjunum eru fólgnar i því að
nota þyrilvængjur. Þær svífa
yfir sjónum og finna fiskitorfur
með ratsjártækjum og tilkynna
síðan fiskiflotanum um þær með
hjálp fjarskiptitækja. Þannig er
ekki aðeins unnt að tilkynna
flotanum um stærð torfunnar,
heldur oft um þá fiskitegund,
sem torfan hefur að geyma. Síð-
an sigla skip með rafveiðitækj-
um i veg fyrir torfuna og moka
fiskinum eins fyrirhafnarlítið
upp og kornskurðarvélar safna
liveitinu af akrinum.
Jafnvel fiskarnir vita um hag-
kvæmni rafveiðitækninnar.
Nokkrar tegundir af álum og
skyldum fisktegundum, svo sem
steinsugurnar, geta lamað fórn-
ardýr sín með því að gefa frá
sér straum neikvæðs rafmagns.
Ein tegund, sem finnst i ám
Suður-Ameríku, getur gefið frá
sér svo sterkan straum, að hann
getur orðið manni að bana.
Það er mjög stutt síðan, að
fiskimenn hafa tekið að nota
þessa aðferð. Vísindamenn við