Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 100
Výjnstu
aðferðir
við lækningu
brunasára
Nú er svo komið, að brunasár á
hæsta stigi hafa ekki ætíð dauð-
ann í för með sér. Tekizt hefur
að bjarga lífi manns, sem brennd-
ist svo ofboðslega, að brunasár
þöktu 70% yfirborðs líkama hans.
Var hann vafinn inn 1 aluminium-
þynnur til þess að hindra vökva-
tap 1 gegnum sárin. Undralyfið
ACTH, sem hjálpað hefur svo
mörgum liðagigtarsjúklingum, virð-
ist gefa góðar vonir um, að verða
einnig einn helzti bjargvættur,
hvað brunasár snertir.
Eftir Orlando.
IÐ FYRSTA, sem
hafa skyldi í huga
yiðvíkjandi meðferð
brunasára, er að
gæta þess, að halda
þeim hreinum, þannig að spill-
ing komi ekki í þau, hvort sem
sárið er lítið eða stórt og hver
svo sem orsök brunasársins er.
Forðizt ætíð áburði, þegar um
minni háttar brunasár er að
ræða. Það er ráðlegt að hræra
natron (baking soda) út í vatni
og bera það á brunasárið til þess
að útiloka snertingu við loft og
draga úr verkjum, þangað til
hægt er að ná til læknis.
Nú orðið er auðveldara að ná
til sjúkrahúss en áður, og enn
fremur hafa verið fundin upp
ýmis lyf, og því er ekki lengur
um að ræða meðferð og lækn-
ingu slæmra brunasára i heima-
húsum. Læknar leggja áherzlu
á, að ekki sé um að ræða neina
heppilega bráðabirgðameðferð
slæmra brunasára á heimilum
manna. Einnig segja þeir að ým-
is konar gömul ráð gegn bruna-
sárum geri oft meiri skaða en
gagn og eyði aðeins dýrmætum
tíma til einskis. Þeir hvetja til
þess, að sá, sem brennzt hefur
i eldi, sé vafinn liið fyrsta í
112
— The Magnificat —