Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 111
TILRÆÐIÐ VIÐ DE GAULLE
123
inni að lileypa af og draga þannig
úr ferð forsetabifreiðarinnar eða
stöðva liana alveg. Árásarmenn-
irnir í bláu bifreiðinni áttu síðan
að koma á vettvang og ráða niður-
lögum forsetans.
En það var tvennt, sem ekki
gerðist samkvæmt áætlun. í fyrsta
lagi hafði fyrsta skothríðin hafizt
nokikrum sekúndum of seint.
Bastien-Thiry, sem var nokkur
hundruð metrum neðar í götunni,
hafði gefið árásarmönnunum
nægilega fljótt merki um að
skjóta með því að opna dagblað,
er hann hafði, en það hafði l>ara
dimmt svo snögglega, að það var
erfitt að greina merki þetta ná-
kvæmlega. í öðru lagi hafði bif-
reiðarstjóri de Gaulles alls ekki
hægt á sér, heldur hafði hann
sýnt mikið hugrekki og aukið
hraðann, þótt hann æki beint í
eldlínuna frá skothríðinni úr gulu
sendiferðabifreiðinni, og þannig
höfðu árásarmennirnir í bláu bif-
reiðinni miklu minni tima til yfir-
ráða. Það voru þessar fáu sekúnd-
ur, sem þannig unnust, er höfðu
bjargað lífi de Gaulles Frakk-
landsforseta.
Við yfirheyrslurnar í Fort-
Neuf í Vincennes dæmdi 5 manna
herdómstóll sex maannna til
dauða og átta aðra til mislangr-
ar fangelsisvistar. Síðar breytti
de Gaullc tveim dauðadómunum
í lífstíðarfangelsi, en Bastien-
Thiry var tekinn af lífi með skot-
hríð deildarinnar, sem valin var
úr flugliðinu, sem hann hafði til-
heyrt. Hann dó með talnaband í
hendi. Þrír samsærismanna, er
undan höfðu komizt, fengu einn-
ig dauðadóma, þar á meðal Mur-
at, sem síðar hefur náðst, og
„Haltrarinn“. Naudin, sem enn
gengur laus, þegar þetta er skrif-
að, var dæmdur i lífstíðarfangelsi.
Magade og Pascal Bertin fengu
15 ára fangelsisdóm. Fimmtándi
samsærismaðurinn, sem tekinn
var fastur, eftir að yfirheyrslurn-
ar í Vincennes voru langt komn-
ar, mun verða dæmdur sérstak-
lega.
En það er enn hætta á þvi,
að fleiri tilræði verði framin gegn
de Gaulle. Ef til vill geta engin
orð lýst betur viðhorfi skemmd-
arverkamannanna en þau, sem
Bastien-Thiry lét sér um munn
fara, þegar lögreglan spurði hann,
hvernig honum hefði orðið innan-
brjósts, ef frú de Gaulle hefði
einnig látið lífið í tilræðinu við
forsetann. Forsprakki samsæris-
manna svaraði þessari spurningu
eingöngu á eftirfarandi hátt og
yppti öxlum um leið: „Nú, lofaði
hún þvi ekki, að láta eitt yfir
bæði ganga, hæði gott og illt,
þegar hún giftist honum eða
hvað?“