Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 33
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
45
þykir vænt um, að þú ert á-
nægður með eftirmælin. Annars
lief ég orðið var við, að fleiri
hafa látið í ljós, að þeir væru
mér sammála, eða eitthvað í þá
átt. Það var spauglaust fyrir
mig að skrifa uin Magnús. Eng-
inn getur gert minningu þeirra
skil, sem maður ann mest.“
Ósjaldan hef ég víst minnzt
á Magnús i bréfum til Jóhann-
esar næstu árin, því að svo
skrifar hann mér t. d. m. a. 17.
apríl 1951, og af því að þau orð
eru ómetanleg viðbót við grein
hans í Þjóðræknisritinu, auka
enn skilning á Magnúsi og eiga
nokkurt erindi til allra, sem
láta sér umhugað um farsæld
mannsins og framtið, skulu þau
tekin hér upp óbreytt: „Merki-
legt er það, hvernig hann Magn-
ús liggur í þér, og það án þess
þú kynntist honum persónulega.
En nær sem þú minnist á hann
við mig, er engu líkara en þú
hafir verið skólapiltur hans —
einn af oss. Nú var hann barn
jarðar og gjörsamlega laus við
allt himneskt og heilagt. Þar var
ekkert annars heims, yfirnáttúr-
legt undur. Viðlit hans, starf og
hugsunarháttur er, eitt með
öðru, það, sem gert hefur mig
að óþolandi sérvitring. Þvert
ofan í „lögmál náttúrunnar“ —
frjálst framtak, einn skal annan
éta o. s. frv., er ég viss um, að
mannlif á Magnúsar vísu hefur
meiri farsæld í för með sér en
líf framtaksmannsins. Og svo
sjálfsinnaður er ég að mér
finnst lifssppursmálið vera:
Hversu vel og lengi get ég glaðzt
við að lifa? Af eigin þekking á
Magnúsi, verð ég að viðurkenna,
að hann bar meiri ánægju úr
býtum við að lifa en nokkur
annar maður, sem ég hefi
kynnzt.“
Þessi ummæli náins vinar um
Magnús eru því merkilegri sem
það er vitað, að sú ánægja, „sem
hann bar úr býtum við að lifa“,
var bundin ævilangri fátækt að
veraldarauð, mjög veilli heilsu
og striti langtimum saman nótt
og dag. En hann bar i brjósti
fágætan mannkærleika, hélt
stöðugri tryggð við vini sina
og köllun sem rithöfundur og
kennari. Hann mátti aldrei aumt
sjá, án þess að leitast við að
bæta úr því. Honum þótti aldrei
ofgert við vini sina og gesti.
Lifsgleðin réð ríkjum á heim-
ili þeirra Magnúsar og Guðrúnar
konu hans, segir Jóhannes P.
Pálsson i áður nefndri grein
sinni um Magnús. „Ekki var
hann meir en meðalltennari frá
akademisku sjónarmiði,“ segir
Jóliannes enn fremur. En um-
hyggjusemi Magnúsar fyrir hag
og framtíð nemenda sinna var
einstök. Fátt sýnir þetta betur