Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 85
ÉG LIFI Á KRÓIIÓDÍLAVEIÐUM
97
íþrótt, sem stunduð er hér á
jörðu. Bezt gengur með því að
sigla um árnar á bát með geysi-
sterkan ljóskastara innanborðs.
Sterkur ljósgeisli töfrar krókó-
dílana líkt og önnur villt dýr,
og þeir halda algerlega kyrru
fyrir i vatninu, á meðan ljós-
geislanum er beint að þeim.
Hægt væri að ná til þeirra með
hendinni, ef maður væri nógu
sterkur til þess að halda þeim
föstum, en jafnvel litlir krókó-
dílar eru geysilega sterkir og
geta bitið óþyrmilega með sín-
um flugbeittu tönnum.
Jafnvel þótt hægt sé að kom-
ast nær krókódílunum að næt-
urlagi en á daginn, þá hættir
manni alltaf til þess að miða
hátt. Krókódílar eru risavaxnar
skepnur, en samt stendur aðeins
um þumlungur af allri þeirra
stærð upp úr vatnsyfirborðinu.
Skrápur þeirra er næstum skot-
heldur, og afl þeirra er ofboðs-
legt. Vöðva- og taugakippir geta
fengið þá til þess að herjast um
og fálma út i loftið eða krafsa
í hvað sem er með klónum,
jafnvel eftir að þeir eru dauð-
ir. Þeir eru kjötætur, éta jafn-
vel félaga sína.
Næturveiðarnar byrja venju-
lega um hálfsjö að kvöldi. Ég
fer með tvo svarta veiðimenn
með mér í bátnum. Líta verður
vel eftir öllum útbúnaði, svo
sem rifflum, skotfærum, krók-
stjaka, skammbyssu, ljóskastara,
varaljósi, baujum, benzíni, verk-
færakassa og árum. Hvað veður
snertir, er það ókjósanlegast, að
tungl sé ekki á lofti og himinn-
inn sé dálítið skýjaður til þess
að draga úr stjörnubirtu, svo að
krókudilarnir komi ekki auga á
bátinn okkar. Drepnir krókódil-
ar eru merktar þannig, að bauju-
línur eru festar við skrokk-
inn, því að dauðir eða jafnvel
aðeins særðir krókódílar sökkva
niður á leðjubotninn, og við
merkjum þannig staðinn, svo að
við getum fundið skrokkinn
næsta dag til þess að flá hann.
Vegna hinnar miklu stærðar
og þyngdar krókódílsins, get ég
aðeins dregið einn skrokk aft-
an í bátnum hverju sinni. Á á-
kjósanlegaum stað byrja þjón-
arnir síðan að flá skrokkinn með
hjálp svartra fiskimanna, sem
reka upp fagnaðaróp hverju
sinni sem krókódíll er drepinn,
þvi að það tekur krókódíla að-
eins nokkrar mínútur að ger-
eyðileggja net, sem tekið hefur
fiskimennina allt að fimm árum
að búa til. Ég fer síðan að sækja
annan skrokk, á meðan þeir flá
þann fyrri.
Við komum aftur i tjaldbúð-
irnar um klukkan þrjú síðdegis.
Við höfum ekki fengið neinn
hádegismat og eigum enn eftir