Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 141
FRJÁLST LÍF
153
FIMM mánuSi, sem
einkenndust af kviða
og eftirvæntingu,
höfSum við X'itaS, að
Elsa var þunguð.
George, eiginmaður minn, og ég
höfðum alið ljónynjuna Elsu upp
allt frá þvi hún var lítill ungi,
og við höfðum ekki skilað henni
aftur til óbyggðanna, fyrr en hún
var fullvaxin, næstum 300 pund
að þyngd og óþægilega glettin
og spræk. Við vissum, að aðlög-
unarvandamál hennar yrðu
henni erfið viðureignar. Við
höfðum þvi ákveðið að gera hana
smám saman óháðari okkur, og
því höfðum við sleppt henni í
um 150 mílna fjarlægð frá heim-
ili okkar í Isiolo. (George er
yfirveiðidýravörður í norður-
landamærahéraði i Kenya, og
myndar heimili okkar eins konar
aðalhækistöðvar).
Það er trú manna í frumskóg-
unum, að þunguð ljónynja, sem
á auðvitað erfitt með að stunda
veiðar, njóti ætíð hjálpar ann-
arrar ljónynju eða jafnvel tveggja
sem taki liana um liríð undir
verndarvæng sinn sem nokkurs-
konar „frænkur" hennar. Og nú
átti vesalings Elsa okkar engar
„frængur“, og því fannst okkur
það vera skylda okkar að koma
i þeirra stað. Því geymdum við
geitahóp í næstu veiðivarðstöð
og létum nýslátraða geil með
Joy Adamson er gift veiðiverði í
Kenya. Þau tóku eitt sinn ljóns-
hvolp upp á arma sér. Hvolpurinn
var kvenkyns og hlaut nafnið
Elsa. Varð Elsa hrátt sem einn
meðilmur fjölskyldunnar. í fyrri
bók sinni um Elsu, „Fædd frjáls“
(Born free), lýsir Joy Adamson
uppeldi hennar. Þau hjónin völdu
samt þann kostinn að sleppa Elsu,
er hún varð fullvaxin, og leyfa
henni að lifa hinu frjálsa lífi frum-
skóganna, þótt þeim tæki það sárt
að sjá af þessari yndislegu og blíðu
„uppeldisdóttur“ sinni. En þetta er
nú gangur lífsins. Þau vissu þó,
að Elsa átti við alls konar sérstök
aðlögunarvandamál að etja vegna
veru sinnar í mannheimum. Þess
vegna tóku þau henni jafnan opn-
um örmum, er hún kom í heim-
sókn í tajldbúðir þeirra. Og brátt
urðu þau þess áskynja, að Elsa
hafði orðið fyrir örvum Amors í
hinum frjálsa frumskógi og að nú
kæmi brátt til hennar kasta að
byrja að sjá um „barnauppeldi“
með öllum þess áhyggjum og
amstri. Og Elsa hvarf skyndilega,
er að því leið, að hún skyldi fæða
hvolpanna. Hefst seinni bókin,
„Frjálst líf“ á því, er þau hjónin
leita Elsu. Þeim tekst að lokum að
finna hana, en þá skjóta ný vanda-
mál upp kollinum, og að lokum
verða þau að taka þungbæra
ákvörðun.
vissu millibili á vissan stað, þar
sem við vissum, að Elsa gæti
fundið skrokkinn. Hún tók þess-
ari veitingahúsþjónustu með