Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 51
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
63
á langri vegferð lífsins.
Traust Magnúsar á íslending-
um, sem víða kemur fram í
sögum hans og virðist stappa
nærri oftrú, liefur orðið mörg-
um undrunarefni og jafnvel
þótt bera vott um skort á mann-
þekkingu. En þetta var misskiln-
ingur og olli Magnúsi vonbrigð-
um, eins og sést af siðasta bréfi
hans til Önnu Hermannsdóttur,
sem ég' hef undir höndum, dags.
16. jan. 1909. Þar segir svo m. a.:
„Ég fékk „Baldur“ í gær, og
varð ,,both pleased and surpris-
ed“, eins og Enskurinn segir,
þegar ég las ritdóminn um
söguna mína, Ritdómur þessi
er bæði vingjarnlegur i minn
garð og vel ritaður. Og þetta
er í fyrsta skiftið, sem þess er
getið í íslenzkum blöðum, að
mér þyki vænt um íslending-
inn. En það er einmitt það, sem
ég er alltaf að reyna að sýna
í ritum minum, að Islendingur-
inn standi öðrum mönnum jafn-
fætis, hvað orlui og mannkosti
snertir. — Já, ég hefi frá þvi
fyrsta liaft sterka trú á íslenzku
þjóðinni; en enginn virðist hafa
tekið eftir því, fyr en ritstjóri
„Baldurs“.
Sigurður prófessor Nordal
hefur í frábærri ritgerð um
Stephan G. Stephansson komi.rt
að þeirri niðurstöðu eftir vand-
lega athugun, að Stephan sé
mesti maðurinn meðal íslenzkra
skálda. Á þetta skulu liér ekki
brigður bornar.
Sá er þetta ritar, hefur kynnzt
velflestum helztu íslenzkum
skáldum þó nokkuð af verkum
þeirra, en ýmsum samtíma-
skáldunum einnig persónulega.
Sumir úr þessum fríða flokki eru
án efa snjallari í meðlerð máls
og stíls en Magnús. Jafnvel að
hugarflugi,ímyndunargáfu, stóðu
ef til vill ýmsir þeirra honum
framar. Og náði þó Magnús
harla langt þar. En við gaum-
gæfan lestur bóka hans og bréfa,
bæði þeirra er hann skrifaði
mér og miklu nánari vinum sín-
um, hef ég sannfærzt um, að
meðal allra þessara skálda hafi
enginn lengra náð i listinni að
lifa en Vestur íslendingurinn
Jóliann Magnús Bjarnason, að
enginn þeirra hafi verið trygg-
lyndari, hjartahreinni né betri
maður en einmitt hann.
1 frægasta Ieikriti íslenzkrar
tungu til Jjessa, Fjalla-Eyvindi,
teflir Jóhann Sigurjónsson
hungrinu fram gegn ástinni. Og
ástin luður ósigur að lokum i
þeim hildarleik. í lífi Jóhanns
Magnúsar Bjarnasonar á mann-
vináttan i stöðugu höggi við
fátæktina og fylgifiska hennar:
látlaust strit, vökur, heilsuleysi
baráttu og vonbrigði. En mann-
vináttan sigrar. Þótt leitað sé.