Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 38
50
ÚR VAL
þessi einlægu bréf margt að
geyma um sálarástand, lífskjör
og heilsufar Magnúsar. í stuttu,
en athyglisverðu hréfi, dags. 15.
des. 1905, segir hann, að sér
hálfleiðist stundum, „veit þó
varla, hvað þvi veldur. Ef til
vill er það eins með mig eins
og með Heine: „Ein saga frá
umliðnum öldum.“ Ég lít stöðugt
til baka til liðinna sólskinsdaga
og rifja upp hálfgleymda
drauma og hálfgleymdar vonir
— drauma, sem aldrei hafa rætzt,
og vonir, sem féllu um koll af
sjálfum sér og urðu að engu,
en liggja nú hálfgleymdar í
huga mínum. Ég hefi verið að
lesa skáldrit þessar vikur, og
það er nú eina skemmtunin,
sem ég neita mér ekki um, þvi
þau svala hjartanu bezt. Góðar
bækur eru þeir vinir, sem altaf
eru eins —■ breytast aldrei. í
gegnum þær tala beztu og vitr-
ustu mennirnir við mann og
láta í Ijósi hjartans hugsanir
og tilfinningar sínar. — Og
merkilegt er það, að það skuli
vera mestu og beztu mennirnir,
sem sárast finna til. En það er
þó áreiðanlegt.“ í fleiri bréfum
kveður við svipaðan tón þung-
lyndis og saknaðar. Miklu oft-
ar verður þó hrifning fegurð-
ardýrkandans, lífsfögnuður, á-
hugi og jafnvel eldmóður hug-
sjónamannsins mest ráðandi.
„Hvað veðrið er elskulegt
núna!“ ritar hann frænku sinni
20. mai 1905. Hvað það er gam-
an að vera ungur og lifa og
grennslast inn i leyndardóma
hinnar miklu móður, alnáttúr-
unnar. Litlu fíflarnir eru að
gægjast upp úr moldinni,“ lýsir
síðan fyrir frænku sinni hinum
margbrotnu blómum þeirra.
„Þetta er alt svo dásamlegt,“
segir hann m. a. Það er eins
og Magnús hafi opin augu og
eyru fyrir öllu, hann láti sér
ekkert mannlegt eða i ríki nátt-
úrunnar óviðkomandi, líkt og
honum vinnist timi til alls. í
tómstundum frá tímafrekri
kennslu, sem stóð yfir 10 mán-
uði ársins, varð hann t. d. að
koma sér upp íbúðarhúsi og
peningshúsum fyrstu árin, sem
hann kenndi í Marshland-ný-
lendu. Þann 5. sept. 1905 skrif-
ar hann Önnu m. a.: „Við erum
að búa um okkur og erum að
láta smíða hús yfir okkur, svo
það er erfitt að skrifa. Stóin
er fyrir utan ennþá, svo Guð-
rún verður að matreiða úti. Við
höfum ekki enn getað tekið upp
dót okkar, nema fátt eitt. . •
Ég get elcki slcrifað meira í
þetta sinn, því við svo að segja
liggjum úti á sléttunni.“ „Þegar
skóli er búinn á daginn, þá fer
ég að smiða viðaukann við litla
húsið, sem við búum í,“ skrifar