Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 149
FRJÁLST LÍF
161
anna, en þá voru þau Elsa og
hvolparnir komin þangað á
undan mér og biðu mín. Hún
elti mig inn í tjaldið, kastaSi
sér þar til jarðar, kallaði á
hvolpana og sagði þeim að koma.
En þeir biSu fyrir utan og vældu
ámátlega. Brátt fór hún til
þeirra, og ég fylgdi á eftir henni.
Við sátum þarna öll í grasinu,
og Elsa fór að gefa þeim að
sjúga. Hún hallaði sér upp að
mér á meðan og hélt utan um
mig með annarri framlöppinni.
Hún var eins blíð og full trún-
aðartrausts og áður en hún eign-
aðist hvolpana, og hún vildi
augsýnilega, að ég ætti hlut-
deild í hamingju hennar og móð-
urgleði. Ég var þakklát og næst-
um auSmjúk í huga.
Fjölskyldumynd
Fjórum dögum siðar reyndum
við George að heimsækja Elsu
að nýju, en Elsu fannst það aug-
sýnilega ekki hið sama að koma
með hvolpana til okkar i heim-
sókn og að fá okkur sjálf í heim-
sókn. Þegar við nálgðumst bæli
hennar i hrókasamræðum til
þess að vara hana við komu
okkar, birtist hún skyndilega og
starði á okkur. Það var auðséð,
að hún bauð okkur ekki vel-
komin. Þegar við nálguðumst
hana, lagðist hún niður og lagði
niður eyrun; ÞaS var auðséð, að
við áttum ekki að koma nær.
Við virtum óskir hennar. ViS
könnuðumst vel við Ijón „á
varÖbergi“.
En Elsa var jafn blíð sem fyrr,
þegar hún kom i heimsókn til
okkar i tjaldbúðirnar, þótt ef til
vill væri ekki alveg eins mikill
leikur í henni og áður en hún
varð móðir. Iiún var ekki eins
vingjarnleg við Svertingjana og
áður. Þegar þeir Nuru eða
Makeede nálguðust hvolpana,
lagði hún niður eyrun og virti
þá vakandi fyrir sér með hálf-
lokuð augu. Ilún treysti mér
samt fullkomlega og sýndi mér
það óvefengjanlega með því að
skilja hvolpana stundum eftir
í umsjá minni, á meðan luin fór
niður að ánni til þess að drekka.
Hún sýndi kærleik sinn til
Georges með því að fara inn í
tjaldið hans, einkum þegar
rigning var, og leggjast ofan á
rúm hans. Hún fann til öryggis-
kenndar þar inni og kallaði á
hvolpana, en það var aðeins sá
minnsti, sem var nægilega hug-
aður til þess að fara inn í
tjaldið. Hinir tveir stóðu skjálf-
andi fyrir utan tjaldið. Hinn
meðfæddi ótti þeirra gagnvart
manninum var augsýnilega svo
mikill, að þeir kusu heldur að
skjálfa í köldu regninu fyrir ut-
an.
Brátt komumst við að því, að