Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 164
17G
ÚR VAL
ruðzt inn á næsta stíg, en þá
séS, að við hindruðum hann i
að komast burt.
Ekkert okkar mun vita, hvað
gerðist, þegar þau Elsa hittust.
En hún hafði augsýnilega kom-
ið á vettfang til þess að verja
okkur gegn honum.
Síðdegis næsta dag gætti
Elsa þess að draga „bráð“ sína
langt upp með ánni, synda með
hana yfir ána og draga hana
síðan upp brattan bakka, að það
var óliklegt að nokkur skepna
veitti henni eftirför. Ég velti
þvi fyrir mér hvort hún gerði
þetta vegna þess, að hún hefði
Oi'ðið eins hrædd við visundinn
og ég hafði orðið.
Dag einn eftir að Elsa hafði
Iiáð eina orustu við sinn grimma
óvin, Ijónynjuna ókunnu, fór-
uin við Nuru að leita Elsu. Við
fundum hana eftir mikla leit i
afdrepi nokkru langt frá bæli
hennar. Hvolparnir voru með
henni. Hún hafði enn á ný feng-
ið Ijóta áverka. Hún hafði djúp
sár, leið miklar kvalir og þarfn-
aðist augsýnilega hjúkrunar.
Við þurftum að ganga mikið
á eftir henni til þess að fá liana
til að elta okkur, og ferðin til
tjaldbúðanna tók langan tíma.
Nuru bar byssuna mina, og ég
sendi hann á undan mér til
tjaldbúðanna, þegar ég hélt, að
við værum komin alla leið. Ég
sá, er hann var farinn, að ég
hafði misreiknað vegalengdina
og hafði nú villzt i skóginum.
Nú var komið að hádegi og hit-
inn orðinn mikill. Ljónin stönz-
uðu æ ofan i æ undir trjám og
runnum til þess að njóta for-
sælunnar.
Ég vissi, að bezta ráðið var
að finna næsta lækjarfarveg og
fylgja læknum eftir, þvi að hann
hlaut að renna i ána, og ég gat
áttað mig á ánni. Brátt fann
ég læk og þræddi farveginn.
Til beggja handa voru brattir
bakkar. Elsa og hvolparnir eltu
mig. Við bugðu nokkra brá mér
ónotalega, því að ég stóð nú
skyndilega augliti til auglits
við nashyrning. Það var ekkert
ráðrúm til þess „að víkja sér
lipurlega til hliðar og leyfa æð-
andi skepnunni að lilaupa fram
hjá og missa marks“, eins og
ætlazt er til, að maður geri við
slíkar aðstæður. Ég sneri þvi
við og hljóp eftir farveginum
eins hratt og ég gat. Ég heyrði
skepnuna koma másandi og
hvásandi eftir mér.
Að lokum kom ég auga á svo-
litla geil i bröttum lækjarbakk-
anum, og áður en ég vissi af,
var ég kominn upp bakkann
og inn í skóginn. Á því augna-
bliki hlýtur nashyrningurinn að
hafa komið auga á Elsu, þvi að
hann sneri við og ruddist upp