Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 25
HVERS VEGNA ERU UNGLINGAR . . .
37
meiri áhrif á unglinga en ung-
ingarnir fást til þess að viður-
kenna,“ sagði ég. „Við getum
gera margt og mikið til þess að
draga úr hættum þessa hættu-
lega tímabils, ef við notfærum
okkur þau tækifæri, senl börn
okkar veita okkur, og eyðum ekki
áhrifavaldi okkar i viðfangs-
efni, sem enga þýðingu hafa í
sjáll'u sér. Ég skii ekki vel sam-
hengið i þessu öllu: Þú segist
hafa vanþóknun á því, að sextán
ára unglingur drekki áfengan
bjór, en samt leyfðirðu það.“
„Ég vissi, að hann myndi
hvort eð er gera það, og ég vildi
bara, að hann gerði það á heið-
arlegan hátt og færi ekki á bak
við mig.“
„En þú getur bara alls ekki
búizt við fullri hreinskilni og
einlægni af ungling,“ sagði ég.
„Það verður að vera einhver
leynd yfir ýmsu til þess að
vernda hina nýju „Óháðu hreyf-
ingu“ þeirra. Og með þvi að
samþykkja bjórdrykkjuna, gerð-
ist þú samsekur og grófst undan
áhrifavaldi þinu. Innst í hjarta
sínu fannst Tommy, að þú hefð-
ir brugðizt honum.“
Unglingsárin einkennast af
mótsögnum og andstæðum. Það
er alltaf einhver þáttur fyrir i
skapgerð piltsins, sem krefsí
þess af honum, að hann geri
hið rétta. Samvizka hans letur
hann þess að gera hvað það,
sem foreldrar hans hafa ákveðna
vanþóknun á, því að allt örygg-
iskerfi hans hvílir á velþókn-
un þeirra.
Síðan sagði ég við Daniels:
„Þú átt að vera þú sjálfur og
taka ákvarðanir á grundvelli
eigin reynslu og eðlisávísunar.
Þú þarft ekki að hugsa þig
tvisvar um til þess að vita, að
scxtán ára unglingur getur ekki
umgengizt áfengi á hættulaus-
ari hátt. Þess vegna áttu að
segja honum það að taka skil-
yrðislausa afstöðu til þess.“
Það hvildi vantrúarsvipur á
andliti.föðurins, og ég flýtti mér
að samþykkja, að jafnvel hin
skilyrðislausasta afstaða mun
ekki útiloka þörf unglinganna til
þess að gera tilraunir til upp-
reisnar og öflunar nýstárlegrar
lífsreynslu. „En sem faðir,“
hætti ég við, „ertu oft sijurður
óbeint: Hve langt get ég gengið?
Hvar eru takmörkin? . . . Ef þú
hlustar eftir þessum óbeinu
spurningum unglingsins og gef-
ur skýr og greinileg svör við
þeim, þá getur unglingurinn
leikið „Uuglingaleikinn“ á minni
leikvelli með öruggari leikregl-
um.“
Það voru mörg öfl, sem sam-
einuðust um að valda þessum
fjölskylduharmleik. En hefðu