Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 24
36
ÚR VAL
hættir hinum gömlu tengslum
milli foreldra og harna til að
veikjast eða rofna.
Nú heyrði ég Robert Daniels
bregða upp mynd fjölskyldu-
líl's, sem mér var ekki ókunn-
ugt. „Það er alveg eins og ég
geti ekki talað við hann lengur.
I hvert sinn sem ég byrja á ein-
hverju alvarlegu samtali við
hann, verður hann móðgaður,
þóttafullur á svip eða segir ein-
hverja endemis vitleysu, sem
engin brú er í. Hann vill alls
ekki hleypa okkur nálægt sér
lengur.“
„Það er einn þáttur i þroska
unglingsins, að hann finnur til
þarfar til þess að draga sig í
hlé,“ sagði ég við föðurinn.
„Tommy hefur gengið i „Óháðu
hreyfinguna“. Þessi hreyfing
krefst þess umfram allt, að hann
vísi á bug fyrra sambandi sinu
við þig og móður sina, sem ein-
kenndist af því, að hann var
háður ykkur. Það má ekki skilja
það þannig, að liann hafi glatað
ást sinni til ykkar og virðing-
unni fyrir ylckur. Innra með
honum er háð ofsafengin bar-
átta milli þarfar hans fyrir ást-
úð ykkar og vernd og hinnar
nýju hollustu hans við eigið
sjálfstæði, sem er tjáning mann-
dóms hans. Með þvi að vísa
ykkur á bug, er hann að reyna
að vísa á bug sínum gömlu ósk-
um, að vera ykkur háður, sem
lionum finnst nú, að séu svo
auðmýkjandi fyrir hann.“ '
Daniels hlustaði á orð mín.
Siðan sagði hann: Ég býst við
að afstaða foreldranna verði lika
að breytast, þegar að unglings-
árum barnanna kemur.“
„Sonur ykkar vill ekki, að þið
breytist,“ sagði ég. „Meðan á
þessu tilfinningalegu róti hans
stendur, vill hann einmitt, að
þið séuð föst fyrir sem bjarg.
Hann vill berjast við ykkur, en
hann gerir það i leyndri bæn
um, að þið látið ekki undan
honum. Hann neitar ekki, að mat
ykkar á verðmætum sé rétt. Hann
er bara að sannprófa og reyna
það mat ykkar. Hann vill sjá,
hversu fast þið haldið ykkur
við það mat og á hvaða hátt
slíkt mat gagnar honum. Hann
vill, að þið sýnið styrk, ekki
uppgjöf. Ef þið gefizt upp fyrir
hinum liættulegu hugmyndum
hans, þá er ekkert eftir innan
veggja heimilisins, sem hann
getur gert uppreisn gegn, og þá
finnur hann fremur til tilhneig-
ingar til þess að gera uppreisn
gegn einhverju utan veggja heim-
ilisins, en þar er leikurinn
hættulegri.“
„En hvernig er hægt að hafa
hemil á sextán ára unglingi?“
spurði Daniels vonleysislega.
„Við foreldrarnir höfum miklu