Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 30
42
UR VAL
staðinn, ljúft, af því að ég stóð
í óbættri þakkarskuld við Magn-
ús fyrir sögur hans og ævintýri,
svo sem aS er vikiS i upphafi
þessa máls. Ég brá mér því að
Fljótsbakka einn góðan veður-
dag meS myndavélarkríliS mitt
og tók nokkrar smámyndir af
bænum og umhverfi hans, fékk
þær síSan framkallaSar og sendi
Magnúsi vestur að Elfros í
Saskatchewan. Magnús var þá
meira en hálfáttræður að aldri,
þrotinn að heilsu og kröftum og
úrltula vonar um, að honum
auðnaSist að sjá ættland sitt og
æskustöðvar aftur, en um það
hafði hann lengi dreymt og þráð
það flestu öðru heitar.
Fyrir engan litinn greiða, sem
ég hef manni gert, hefur mér
hlotnazt annað eins þakklæti og
vinátta sem fyrir þetta smávið-
vik. í fyrsta bréfinu, sem Magn-
ús skrifaði mér eftir móttöku
myndanna, dags. 18. sept. 1942,
farast honum svo orð m. a.:
„Linur þessar eiga að flytja þér
minar beztu þakkir fyrir hið
g'óða bréf, sem þú skrifaðir mér
á nýársdag 1942, og myndirnar
þrjár af Fljótsbakka i Eiðaþing-
há, sem þú sendir mér í sumar.
Þetta gladdi mig innilega, og ég
hefi oft hugsað til þín í sumar
með hlýju vinarþeli og þakk-
læti. En ég hefi ekki átt hægt
um vik með að skrifa þér. Heilsa
mín hefur verið mjög veil á
þessu ári, og taugar i hægri
hönd minni eru að lmýta, og
fingurnir að kreppa, svo að ég
á erfitt með að beita pennanum.
Ég er líka orSinn nokkuð gam-
all — er nú á sjötugasta og
sjöunda árinu.“
í næsta bréfi Magnúsar til mín,
dags. 17. apríl 1943, bætir hann
m. a. þessu við um sjálfan sig:
„Ég man ekki, hvort ég gat þess
i bréfinu, sem ég skrifaði þér í
fyrra, að ég er fæddur að Meðal-
nesi í Fellum þann 24. mai
1866. Ég verð því 77 ára i vor.
Ég er búinn að vera hér í Cana-
da í 68 ár, þvi að ég fluttist til
Nýja-Skotlands árið 1875. Á
Fljótsbakka í Eiðaþinghá var ég
síðustu þrjú eða fjögur árin, sem
ég var á íslandi."
Við Magnús höldum áfram að
skiptast á bréfum. Ég sendi hon-
um nokkrar fleiri myndir að
austan, hann mér kanadiskar og
vestur-íslenzkar bækur til gam-
ans og uppörvunar heimalningn-
um. í einu bréfanna, dags 4.
mai 1945, kemst Magnús svo að
orði m. a.: „Gaman hafði ég að
þvi að fá myndina, sem þú
sendir mér, af Dyrfjöllum í Eiða-
þinghá. Ég vildi óska, að ég ætti
fleiri myndir af fjöllum og ýms-
um stöðum á Austurlandi, eink-
um þeim, sem sjást frá Fljóts-
bakka og Meðalnesi.“