Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 132
Notkun plasts til lækninga
Plast er nú notað í stórum stíl í þágu læknavísindanna,
ekki aðeins til gervitanna og tannviðgerða, heldur í
ge.rvilimi, gleraugnaumgerðir, gerviaugu, augnlinsur,
klæðningu á liðfleti, til plastaðgerða á nefi og eyrum
og í gerviæðabúta. Not þess á þessu sviði virðast fara
sivaxandi, enda hefur það marga mjög góða eiginleika
fram yfir önnur efni.
Eftir John T. Scales.
síðustu fjórum ára-
tugum hafa margs
konar framfarir á
sviði læknavísind-
anna grundvallazt á
notkun og notagildi plastsins.
Flokkur þeirra efna, sem hægt
er að móta með hita, „thermo-
plastefnin“, hafa dregið að sér
mesta athygli, vegna þess að
húð og dýpri vefir virðast þola
þau vel, kemisk efni virðast hafa
hverfandi lítil áhrif á þau og
efnislegir eiginleikar þeirra eru
mjög fjölþættir.
Hið fyrsta slikra efna, sem not
fundust fyrir á sviði læknavis-
indanna, var liklega trénisnítrat
(cellulose nitrate), sem farið var
að nota mikið i gleraugnaum-
gerðir eftir 1920. Sem filma var
það notað í röntgenfilmur, og
sem upplausn, er var borin á
margföld lög af musselini, var
það notað til þess að framleiða
„celluloid-spelkur“ fyrir bein.
Fyrst eftir 1930 tók efnið
cellulose acetate að ryðja hinu
mjög eldfima nitrati burt hér í
í Bretlandi, þótt enn væri nítrat
notað í gleraugnaumgerðir í
heitum löndum vegna ýmissa
betri eginleika þess. Nýlega hef-
ur verið hafin framleiðsla end-
urbættrar tegundar af acetate-
efni i plötum, og líklegt er, að
það efni komi i stað nítrats í
öllum gleraugnaumgerðum.
144
— English Digest —