Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 106
118
U I? V A L
var samt sú cljarfasta og sú, sem
næst hefur komizt því að heppn-
ast hingað til, og hún gaf tilefni
til yfirgripsmestu og ofsalegustu
mannaieitar i sögu Evrópu.
Innan hálftíma var krökkt i
úthverfinu Petit-Clamart af leyni-
lögreglumönnum og skotvopna-
sérfræðingum. Þeir hirtu um
hundrað tóm skothylki af göt-
unni og gangstéttunum, tóku
myndir af skotgötum og hjól-
barðaförum, smöluðu saman vitn-
um. Sex 'kúlur liöfðu lent í
skrokk Citroen-bifreiðar forset-
ans og fjórar í bifreið lifvarð-
anna. Ein hafði farið í gegnum
hjálm iögreglumanns á bifhjóii,
en iiann liafði reynt að verja
bifreið forsetans, en lögreglumað-
urinn hafði samt sloppið heill á
húfi. Önnur hafði strokizt við
bögglabera á bifhjóii, sem annar
lögreglumaður var á. Aðrar kúl-
ur höfðu mölbrotið nokkur sjón-
varpstæki í verzlun, sem var við
götuna, farið í gegnum skemmti-
báta, sem voru til sýnis á opnu
svæði þar nálægt, og smogið í
gegnum bök tómra stóla á gang-
stétt við veitingahús.
Maurice Bouvier tók tafarlaust
að sér yfirstjórn mannleitarinnar,
sem nú hófst. Hann er 42 ára að
aldri og er yfir sakamálarann-
sóknardeild Parísarlögreglunnar.
Hann fékk sér til aðstoðar beztu
leynilögreglumenn lögreglunnar.
Einnig leitaði hann aðstoðar Sur-
eté Nationale, njósnadeilda hers-
ins og þúsunda venjulegra lög-
reglumanna.
Það kom fram, að de Gaule
hafði yfirgefið forsetahöllina
Elysée Palace nokkrum mínút-
um fvrir klukkan 8 e. h. og lagt
af stað i ökuferðina til flugvall-
arins, en hún átti að taka hálf-
tíma. A eftir bifreið hans liafði
fylgt bifreið lifvarða og tveir
lögreglumenn á bifhjólum. Bif-
reiðarstjóranum hafði ekki verið
tilkynnl það fyrr en forsetafjöl-
syldakn var komin upp i bifreið-
ina, hvora af hinum venjulegu
leiðum Iiann ætti að aka. Engum
öðrum hafði verið tilkynnt það.
En samt frétti einhver um leið-
ina nokrum sekúndum eftir að
bifreiðarstjóranum var tilkynnt
hún, og sá aðili tilkynnti til-
ræðismönnunum það tafarlaust
símleiðis, svo að þeir gætu undir-
húið launsátrið.
50 mínútum eftir árásina höfðu
menn Bouviers fundið fyrsta
þýðingarmilda sönnunargagnið,
gulu sendiferðabifreiðina, sem
fannst yfirgefin á torgi einu í
nánd við árásarstaðinn. í henni
fundust sjálfvirkir rifflar, skot-
færi, handsprengjur og plast-
sprengja með hægvirkri kveikju,
sem nota átti til þess að sprengja
bifreið forsetans í loft upp, þegar
hún myndi stöðvast við árásina.