Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 96
108
ÚR VAL
Elskan, hvernig fer meíS bát-
ana?“
Vernon stendur upp. „Komdu,
Bob,“ segir hann. „ViS skulum
setja bátana inn í skýli.“
Bob Burckhard segir: „Ég
kom ekki með vasaljósið. Ert
þú með vasaljós?“
Vernon skellihlær: „Þvi mið^
ur, gamli minn. Ég gleymi því
alltaf, að þú sérð svo illa í
myrkri. Komdu, ég skal vísa þér
rétta leiS.“
Mennirnir tveir ganga út í
myrkriS. Vernon heldur í
handlegg Bobs.
Carrol snýr sér aS konu Ver-
nons: „Svei mér þá, ég hef allt-
af orðið að minna sjálfa mig á
það æ ofan i æ, að Vernon er
i raun og veru blindur!“
Betty kinkar rólega kolli, og
yfir andlit hennar breiðist fag-
urt bros. „Ég veit, hvað þú átt
við,“ segir hún lágt. „Ég þekki
það sjálf.“
Vernon Williams lögfræðingur
hefur verið blindur allt frá
bernsku. ÁSur en hann gat orð-
ið sá fjölhæfi maður, sem hann
nú er, varð hann að glíma við
fjölmargar torfærur á veginum
og margir urðu fyrst að hjálpa
Vernon til þess að hjálpa sér
sjálfur, áður en honum tókst að
ná svona langt.
Fyrst voru það foreldrar hans,
Benjamín og Marie Williams,
sem ákváðu, að Vernon skyldi
verða alinn upp á sama hátt og
tvíburasystir hans og tveir
eldri bræSur hans. Vernon gekk
þvi aldrei i blindraskóla, hann
hefur heldur aldrei notað hvítan
staf né látið leiðsöguhund teyma
sig.
Marie Wiliiams lærði að lesa
og slcrifa blindraletur og kenndi
siðan Vernon. Hún var óþreyt-
andi að lesa fyrir hann og
breyta heimavinnu hans fyrir
skólann í blindraletur. Hún
kenndi honum bæði að nota
venjulega ritvél og blindrarit-
vél.
Foreldrar Vernons sögðu
aldrei við hann: „Þetta getur
þú ekki.“ Þau sögðu: „Auðvitað
geturðu það. Reyndu bara!“ Þau
hvöttu hann til þess að keppa
við aðra i heimi hinna sjáandi,
við hinar erfiðu leikreglur þess
heims. Hann lærði á hjóli, þeg-
ar hann var sjö ára. Nágrann-
arnir horfðu óttaslegnir á hann
æða um garðinn heima hjá sér,
er var þéttsetinn trjám. Á stræt-
um Aberdeen hjólaði hann i
hópi annarra drengja, sem vör-
uðu hann við ýmislegu í um-
ferðinn og sögðu honum, hvar
beygjur væru.
Það voru líka fleiri, sem
brýndu sóknarhug hans í við-
leitni hans til þess að verða ó-