Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 94
10(i
ÚRVAL
45 ára að aldri, og fjölskyldu
hans.
Vernon Wiiliams er fremur
lágur og grannur vexti. Það er
glettnissvipur á andliti hans.
Hann er með burstaklippingu.
Hann á konu, Betty að nafni.
Hún er lagleg, og yfir henni
hvílir ró og öryggi. Þau eiga
fjögur börn, Þetta er dæmigerð
rniðstéttafjölskylda .... eða svo
nrá heita.
Á meðan Vernon rakar sig og
fær sér steypibað, útbýr Betty
morgunverð. Þegar Vernon kem-
ur fram í eldhús, segir hún:
„Elskan, gáðu, hvað gengnr að
brauðristinni.“
Vernon er mjög laginn við-
gerðamaður. Hann nær í áhöld-
in sin, tekur brauðristina sund-
ur, og brátt er bann búinn að
gera við liana og setja hana
saman aftur. „Hérna!“ segir
hann. „Ég veit ekki, hvað
þessi hjálparvana fjölskylda
myndi til bragðs taka án mín.“
Paul, 16 ára að aidri, og
Sharon, 14 ára, hafa fengið að
sofa út, en Kay, 18 ára gömul,
sem hefur fengið sér sumarstarf
í skólaleyfi sínu, tekur sér sæti
við borðið. „Pabbi „Pabbi!“ seg-
ir hún með hinum dæmigerða
hneykslistón unglingsins í rödd-
inni: „Þú getur ekki gengið með
þetta bindi við röndótt föt. Það
lítur alveg ferlega út.“
Vernon brosir góðlátlega.
„Finndu annað handa mér,“ seg-
ir hann. „Ég hef skrambi lélegt
litarskyn.“
Benny, 10 ára að aldri, hefur
farið snemma á fætur. Hann seg-
ir allt i einu: „í dag ætla ég að
hjóla án þess að halda i hand-
íöngin.“
Að morgunverði loknum fer
Benny að hjóla úti i garðinum.
Hjólið tekur geysilegar dýfur,
því að hann hefur sleppt tökun-
um á stýrinu. Hann dettur af
baki við fætur föð.ur síns.
„Sýndu mér, hvernig ég á að
gera þetta, pabbi,“ segir hann
biðjandi.
Vernon stekkur léttilega á
bak. „Sko. ... ég held mér ekk-
ert!“ hrópar hann og hjólar heil-
an iiring í garðinum án þess að
halda í stýrið. Hann stekkur af
baki og klappar syni sínum.
„Sko, það þarf ekkert annað en
sjálfstraust og æfingu, Benny.
Æfðu þig bara.“
„Svona, hættu þessu, mont-
hani!“ hrópar kona hans, sem
setzt er upp i bílinn. „Þú verð-
ur of seinn í vinnuna.“ Vernon
sezt við hlið henni. „Mikið
er ég feginn, að það skuli vera
föstudagur," segir hann. „Ég get
varla beðið eftir þvi að komast
út að vatni.“
I skrifstofu sinni kveikir iög-
fiæðingurinn sér í vindli, setur