Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 152
164
ÚR VAL
í yfirbyggðum vörubíl okkar. í
annað sinn, þegar Elsa og hvolp-
arnir voru að éta fyrir utan tjald
mitt, fann hún slcyndilega þefinn
af honum. Hún varð mjög óró-
leg, hætti að borða og flýtti sér
burt með hvolpana. George fór
þá út með vasaljós. Hann var
eltki kominn þrjá métra frá
tjaldinu, þegar hann heyrði
grimmilegt urr og sá föður
hvolpanna í felum i kjarri beint
fyrir framan sig. George hörfaði
hratt undan, og til allrar ham-
ingju gerði karlljónið það
einnig.
Skemmtilegust voru kvöldin,
þegar faðirinn nálgaðist ekki
fjölskyldu sina. Eftir að Elsa
og hvolparnir höfðu étið nægju
sína, lögðust þau fyrir framan
tjaldið okkar og horfðu á skært
lampaljósið. Glampi þess trufl-
aði hvolpana ekki hið minnsta.
til vill héldu þeir, að þetta væri
einhvers konar ný gerð af tungli.
Þegar ég var komin i rúmið,
slökkti George á „tunglinu" og
sat nokkra stund kyrr í myrkr-
inu. Hvolparnir komu ætið svo
nálægt honum, að hann hefði
getað shert þá. Síðan fengu þau
sér sopa i ánni og lögðu svo af
stað til bælisins í klettunum, og
strax á eftir heyrðum við, að
maki Elsu var byrjaður að kalla
á þau.
ELSA HITTIR ÚTGEF-
ANDA SINN.
Eftir að fyrri bók min um
Elsu, „Fædd frjáls“, hafði verið
gefin út, varð Elsa slcyndilega
heimsfræg. Fólk skrifaði okkur
alls staðar að úr heiminum og
sagði, að það vildi gjarna koma
og heilsa upp á hana. Þetta
skapaði nýtt vandamál. Við vild-
um í raun og véru reyna af
fremsta megni að leyfa Elsu og
hvolpunum að vera villtum og
ótömdum, og við vildum ekki,
að þau yrðu nokkurs konar sýn-
ingaratriði, sem drægi að ferða-
menn. Við vorum einnig hrædd
um, að einhver kynni óviljandi
að egna Elsu til reiði og valda
erfiðleikum.
Gegn vilja okkar löttum við
því alla væntanlega gesti farar-
innar, nema gamla vini, sem
höfðu þekkt Elsu, þegar hún var
hvolpur. Einn af þeim kom til
þess að teikna hvolpana, og Elsa
hafði ekkert á móti þvi. Tveir
kvikmyndatökumenn komu frá
sjónvarpsstöð brezka útvarpsins.
Þeir voru mjög hugsunarsamir
og tillitssamir, og þeiin var mjög
vel tekið af öllum. Yfirleitt
kærði Elsa sig ekki um mynda-
tökur, en hún veitti þeim samt
tækifæri til þess að ná nokkr-
um prýðilegum myndum með
þvi að gera þeim það til geðs
að leika sér við hvolpana uppi