Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 41
ÓGLEYMAXLEGlJR MAfíVH
Þess vegna var honum líking
þessi tiltæk. Milli línanna er
sem greina megi hljóðlátt and-
varp yfir hörlcu tilverunnar,
miskunnarleysi líf'sins, þrátt
fyrir allt það yndi sem hann
hefur af hvoru tveggja. Heilsa
Magnúsar var löngum veil. En
oftast verður tæp heilsa hans
og annað mótdrægt aðeins skynj-
að bak við orðin. Á veikindi
sin, er að líkindum hafa staf-
að af ofþreytu hins mikla iðju-
manns, minnist hann sjaldan,
nema brýnna úrbóta sé þörf.
„Ég verð að likindum að leita
mér lækninga í sumar við augn-
veiki,“ skrifar liann Onnu 20.
júní 1900. „Ég lief verið mjög
veikur í augunum mcð köflum
í vetur og vor. Ég hef lika reynt
ait of mikið á augun með þvi
að lcsa við ljós á kvöldin.“ Við
augnveikinni mun hann þó
hafa fengið nokkra bót, m. a.
með tilheyrandi gleraugum. Að
minnsta kosti veit ég ekki til,
að Magnús hafi þjáðst af þeim
sjúkdómi aftur, fyrr en ellin
færðist yfir. En önnur og þyngri
vanheilsa þjáði skáldið árum
saman, á meðan það enn var
á manndómsaldri og knúði
Magnús til að taka sér hvíld
frá kennslustörfum aillangan
tíma. Það var að vísu ékki fyrr
en nokkru eftir að nú var frá
sagt. Verður að hlaupa yfir þau
53
ár sökum heimildaskorts og
rúmleysis.
IV.
Aðalheimildir mínar að kafla
þessum, sem fjallar sérstaldega
um vanheilsu Magnúsar og hók-
menntaleg áhugamál á tímabil-
inu 1916^—1931, eru bréf hans
til Jóhannesar P. Pálssonar
læknis og rithöfundar, sem cinn-
ig var gamall nemandi hans.
Fer vel á því, enda mun hér
um beztu hugsanlegar heimild-
ir að ræða fyrir þessa tvo þætti
í lífi Mágnúsar, þar sem Jóhann-
es var nákunnugur honum langa
hríð, einkalæknir hans, ráð-
gjafi um heilbrigðismál og
skáldbróðir með fjölmörg sömu
áhugamál og hann, þótt þeir
væru að vísu ólíkir um sumt.
Hreinskilna einlægni mun því
ekki skorta.
Fyrsta hréf Magnúsar, sem
ég hef undir höndum, til Jó-
hannesar læknis er skrifað á
þáverandi heimili Magnúsar, að
Otto í Manitoba, 21. ág. 1910.
Það byrjar á orðunum: „Ég er
kominn heim! Það er að segja,
ég er kominn undir þak! Eða
með öðrum og skýrari orðum:
ég er kominn í húskofa, sem
ég kalla mína eigin eign, þó
liann að vísu sé allur í skuld.“
Svo kemur nákvæm lýsing á
„húskofanumi“ og umliverfi