Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 169
jSveinbnrn
eða
megbnrn
Þeim leyndardómshjúp, sem löngum hefur huliö getnaö
og fæöingu, hefur aö miklu leyti veriö ýtt til hliöar, en
samt er elcTci enn vitaö um ástæöuna fyrir því, aö sum hjón eign-
ast eingöngu eöa mestmegnis syni en önnur dætur. Vœri hœgt aö aö-
greina hinar tvær tegundir frjófruma, væri frjálst kynvál ef til vill
mögulegt. Þó viröast líkurnar á möguleikum frjáls kynváls barna
næsta litlar, enda œttum viö aö elska börn okkar sem einstakl-
inga, persónur, án tillits til þess, af hvoru kyninu þau eru.
Eftir Roger Pilkington, M. A., Ph.D.
t'V-y-V LD fram af öld
‘ si hefur enginn leynd-
mKri/ ardómur virzt mönn-
um óskiljanlegri en
sá, hvers vegna
drengir eru drengir og stúlkur
stúlkur. Grikkir komu fram með
ýmsar kenningar um fyrirbrigði
betta. Sumir þeirra sögðu, að
drengir væru getnir í norður-
átt og stúlkur í suðurátt. Aðrir
sögðu, að það foreldranna, sem
„ríkjandi“ væri, endurspeglaðist
í kyni barnanna.
Síðan var álitið, að þar sem
konan hefði tvö eggjakerfi, hlyti
annað að framleiða drengi, en
hitt stúlkur. En síðar voru fram-
kvæmdir þannig uppskurðir, að
aðeins annað eggjakerfið var
tekið burt, án þess að slíkt
hefði áhrif á kyn barna, er sið-
ar fæddust, og var þetta álitin
nægileg sönnun þess, að kenning
þessi hefði ekki við rölc að
styðjast.
Kenningar um það, hvernig
kyn barna ákvarðast við getnað
voru vangaveltur einar, þangað
til bandarískur vísindamaður,
Edmund B. Wilson að nafni,
uppgötvaði kynlitninga skor-
— Family Doctor —
181