Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 40
52
Ú R VAL
ljós og varma. Og hjartað þráir
það svo oft að fá Ijós og yl •—
ofurlítið ijós og ofurlítinn yl;
það er svo oft litið af þvi hvoru-
tveggja í mannlífinu, og samt
gæti það verið meira.“
Skáldskapurinn situr ekki
heldur á hakanum. „Ég er bú-
inn að Ijúka við kvæðið um
Aðalráð kóngsson,“ skrifar
Magnús Önnu 20. maí 1905. —
„Nú er ég búinn með kvæði,
sem ég' nefni „Valintine“ um
litlu dúfurnar fjórar, sem báru
blómvöndinn á pilviðarbörnin.
— Alltaf held ég líka áfram með
söguna mina um íslendingana,
sem fóru til Brasilíu, en lítið
miðar mér samt áfram við það
verk.“
Hvort vanrækti þá ekki kenn-
arinn skyldustörf sín sökum
alis þessa? Varla verður það
séð. Að minnsta kosti sækjast
skólanefndirnar eftir honnm,
og sótzt er eftir að koma börnum
í skólann til hans. „Nú hefi ég
sjö utanhéraðsbörn í skólanum,
og þó er kennt hér á hverjum
skóla alt um kring,“ skrifar
hann 20. okt. 1905. Þau hjónin
fá gjafir að launum fyrir vel
unnin störf og þakksamleg: „Við
höfðum skemmtileg jól að öðru
leyti en þvi, að Guðrún var
mjög lasin um það leyti,“ skrif-
ar Magnús Önnu 14. jan. 1907.
Skólabörnin hér gáfu mér ljóm-
andi fallegan fountain-penna,
og Guðrúnu var gefinn ruggu-
stóll úr tágum, sem mjög er
þægilegt að sitja í. Alice fékk
Work-box. Svo var mér gefin
silfurbúin hárgreiða og silfur-
búinn hárbursti, og stúlka í
Nýja-íslandi sendi mér vandaða
reykjarpipu með amber-munn-
stykki, og' Guðrúnu og Alice
sendi hún silkiklúta. Okkur voru
lika send falleg cards frá vin-
um og vandamönnum."
Geta má nærri, að Magnús
hefur orðið að hafa hraðan á,
svo mörg járn sem hann gat
haft í eldinum. Það sést og vel
af bréfi, sem hann ritar Önnu
5. mai 1900. Þar segir svo m. a.:
„Það er eins og séu þau álög
á mér, að ég verði að afkasta
öllu með flýti og gera alt á
fáeinum augnablikum, alveg
eins og það væri „fever“ í blóð-
inu í mér. Það er alveg eins og
ég' sé á kappgöngu og megi aldr-
ei standa við augnablikinu leng-
ur. Og í raun og veru er lífið
ekkert annað en kappganga, á-
takanlega erfið kappganga, sem
mannkynið hefur verið að
þreyta öld eftir öld, en einstald-
ingarnir fara misjafnlega hratt.“
Magnús var göngugarpur mik-
ill og ferðaðist oft fótgangandi
langar leiðir, auk annars at-
gervis er hann var gæddur.