Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 180
Prófessorinn var að halda fyr-
irlestur í eðlisfræði og lagði meðal
annars þessa spurningu fyrir einn
nemandanna: „Ef hægt er að
kljúfa sameindir í frumeindir og
frumeindir síðan í elektrónur, er
þá hægt að halda þessu áfram og
kljúfa elektrónurnar í smærri
hluta? Er hægt að brjóta þær í
smærri hluta?“
„Ég er ekki alveg viss,“ svaraði
einn nemendanna, „en ég veit um
öruggt ráð til þess að komast að
því. Það þarf ekki annað en að
búa um nokkrar í pakka, senda
þær á pósthúsið og merkja pakk-
ann brothcett.“
Þegar konan þjáist þegjandi og
hljóðalaust, getur ástæðan verið
sú, að síminn hennar sé bilaður.
Gamli skipstjórinn fór alltaf
einn inn í skipstjórnarklefann,
rétt áður en skipinu var siglt úr
höfn. Þar opnaði hann korta-
skúffuna með hinni mestu leynd,
leit á eitthvert skjal eða kort og
læsti skúffunni síðan vandlega
aftur.
Árum saman brann stýrimaður-
inn i skinninu af forvitni vegna
þessarar dularfullu hegðunar
skipstjórans. En það var ekki fyrr
en skipstjórinn hætti störfum og
stýrimaðurinn tók við stöðu hans,
að hann fékk tækifæri til þess að
komast að leyndarmáli gamla
skipstjórans. Þegar hann opnaði
kortaskúffuna, fann hann stóra
pappírsörk. Á hana var skrifað
stórum prentstöfum: BAKBORÐI
— TIL VINSTRI — STJÓRN-
BORÐ — TIL HÆGRI.
J. S. W. í „Courier".
„Ég er með svo mikinn verk i
kviðarholinu," sagði nýliðinn við
herlækninn.
„1 maganum, eigið þér við,“
sagði herlæknirinn. „Þér verðið að
minnsta kosti að vera liðsforingi
til þess að hafa kviðarhol."
Karlmenn hafa fleiri vandamál
við að glíma en kvenfólkið. Nú, í
fyrsta lagi verða þeir nú að þola
návist kvenfólksins.
Francoise Sagan rithöf.
Það getur verið, að eiginkonan
sé ekki eina konan, sem eigin-
maðurinn hefur nokkru sinni elsk-
að, en hún er að minnsta kosti
eina konan, sem lét hann sanna
það. Commentator.
Skilgreining stundvísinnar.
Stundvísi er fólgin i því, að geta
getið sér þess til upp á mínútu,
hversu sein stúlka verður á
stefnumót.
Vittorio de Sica leikstjóri.
Hestöfl voru miklu öruggari,
þegar hestarnir einir réðu yfir
þeim.