Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 34
46
ÚR VAL
en ýmis bréf hans til þeirra, en
framar öðrum bréfin til frænku
hans, sem brátt verður vikið að.
í ódagsettu bréfi frá Jóhann-
esi P. Pálssyni til mín, en það
hlýtur að hafa verið árið 1959,
segir svo m. a.: „í leit minni
eftir v-íslenzkum fornritum
framtíðarinnar kom égofan á ein-
þrjátíu bréf frá J. M. Bjarnasyni,
skrifuð til Önnu Hermannsson,
þá innan við og um ferming-
araldur. Hún var „ein af átján“
okkar, sem Magnús hvatti, studdi
og hratt áfram til skólalær-
dóms; og auk þess náskyld hon-
um. En nákomnir ættingjar
hans hér vestra voru afar fáir.
Fósturdóttur áttu þau eina, og
þeim andlega óskylda. Eftir
ummælum hans um Önnu að
dæma og þá kynning, sem ég
hef haft af henni, mun hún vera
lík frænda sínum i lund og að
upplagi. Af „bréfunum“ að
dæma, virðist mér öll sú ást,
sem Magnús átti, til að veita
sínum nánustu, hefði nokkrir
verið, hafa komið niður á þess-
ari ungu frænku hans. Og er mér
um og ó, að þau komi fyrir
sjónir annarra en þeirra, sem
þekktu höfundinn, þ. e. a. s.
hjartalag hans. Aðrir munu
dæma bréfin sentimental, væm-
in. Þú getur þvi nærri, hvort
ég fæ mig til að braska með
annan eins helgidóm. Mér liggur
við að ráða Önnu til að brenna
þau. Það eina sem aftrar mér
frá þvi er að utan skáldverka
Magnúsar er ekkert annað til,
sem lesa má út úr, hvernig hann
var gerður, hversu heilsutæpur
hann var, og við hvað þröngan
kost hann bjó. — En allt á
milli línanna. — M. ö. o. bréf
þessi væru ómetanleg þeim, sem
rita vildi ævisögu skáldsins. Og
hvergi er að finna betri heim-
ildir fyrir ástriðu hans, til að
betra og mennta þá unglinga,
sem hann hafði nokkur veruleg
kynni af, en í þessum bréfum.
Nú sæki ég ráð til þín. Hér
er ekki nema um eyðilegging
að ræða á islenzkum blöðum
og bókum. Ættum við að senda
þér bréfin og láta þig ráða,
hvort þau eru betur brennd en
geymd. Magnúsi þótti vænna um
þig en nokkurn annan Austur-
íslending. Þess læt ég þig nú
gjalda.“
Að sjálfsögðu féllst ég á að
veita bréfunum til Önnu Her-
mannsdóttur viðtöku og gera
við þau, það er tiltækilegast
þætti, ef henni þóknaðist að
trúa mér fyrir þeim. Það
gerði hún, og fékk ég samtímis
áður nefndu bréfi dr. Jóhann-
esar stutt bréf frá Önnu, sem
tekur af öll tvímæli um, að hún
er „lík frænda sínum í lund og
upplagi.“ Eykur það því að mun