Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 68
Um skógarferðir
Einar Gestsson, Hæli:
>000000
AÐ er bjartur vor-
morgunn. Við dreng-
irnir komum út á
hlaðið, forvitnir og
fullir eftirvæntingar.
Út um gluggann höfum við séð,
meðan við klæddum okkur, að á
hálfsprottnu túninu glitr-
aði dögg á hverju strái. í
þá daga var alltaf eitthvað að
gerast. í gær var verið að
hreykja skáninni og i fyrradag
voru hestarnir járnaðir. Það var
nú ekkert mjög gaman að fást
við skánina. Fullorðna fólkið
vildi endilega láta mann hirða
molana, þó þeir væru svo litlir,
að ekkert gagn væri i þeim.
Betra hefði verið að bera stóru
skánirnar og fá að leggja í
hleðsluna, og það var sagt, að
svo mikill vandi væri að hlaða,
að við gætum það ekki. í fyrra-
dag var meira gaman, fyrst að
sækja hestana og síðan að
hjálpa við járninguna. Sumir
hestarnir voru dálítið baldnir,
einkum folarnir, sem aldrei
höfðu verið járnaðir áður.
Þegar út á hlaðið kom þennan
umrædda morgun, vakti atliygli
okkar framandi ilmur, sem við
áttuðum okkur þó strax á. Pilt-
arnir höfðu komið úr skógar-
ferð um nóttina. Við hlupum
upp í garð. Þar lágu baggarnir
allaufgaðir, tveir og tveir sam-
síða, eins og þeir höfðu verið
teknir ofan af lestinni.
Við teyguðum að okkur skóg-
arilminn.
„Mikið eig'a krakkarnir i Daln-
um gott, að geta alltaf verið að
leika sér í skóginum“, sagði
einhver. „Þessir hafa verið á
Hofsjarp“, segir annar og spyrn-
ir við fremstu böggunum, „og
þeir eru ekkert smásmíði, Hofs-
jarpur gamli er seigur, þó lítill
sé“ — „Hérna eru aðrir miklu
80
— Hesturinn —