Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 59
FRAMTÍÐARHORFUR SKÁLDSÖGUNNAR
71
mannlegt eðli breytzt‘?“ Á þessu
30 ára tímabili, síðan spurning
þessi var borin fram, hefur út-
breiðsla hugmynda Freuds verið
einn mesti áhrifavaldur gagnvart
mannlegu eðli. En þessi út-
breiðsla liefur ekki framkallað
neina breytingu á bókmennta-
legri sköpunargáfu. „Uppgötv-
anir“ þær, sem Freud kom fram
með, voru i rauninni aðeins
uppgötvanir, sem þegar höfðu
verið gerðar af mörgum kyn-
slóðum skapandi höfunda.
Þeir þættir, sem líklegastir
væru til að hafa álirif á skáld-
söguna, væru aukning og út-
færsla mannlegrar reynslu og
þróun mannlegs anda. Þegar
við náum slíkri þróun, verðum
fær um slíka útfærslu, álit ég
það líklegt, að lesendur muni
snúa sér frá skáldsögum, sem
einkennast af sjórnmálahug-
myndakerfum, áróðri og óhróðri
um þá, sem eru öðru vísi en við
sjálf, og snúa sér þess i stað
að skáldsögum, sem auka frjáls-
lyndi og víðsýni okkar, umburð-
arlyndi okkar og samúð.
BANVÆNAR KÖKUR.
Menn hafa búið til margs konar eiturefni til þess að ráða niður-
lögum óvina sinna meðal skordýra og nagdýra. Og eitt hið
áhrifaríkasta slíkra efna er thalliumsúlfat (hið ódýra salt málms,
sem líkist blýi). Snýkjudýrin geta varla staðizt það. Þau halda
áfram að narta og narta agn, sem inniheldur efni þetta, þangað
til þau hafa fengið sinn banvæna skammt. En börnum hættir
til að gera slíkt hið sama, vegna þess að slik ögn eru oft í
laginu sem snúðar eða líkjast kökum. Það þarf aðeins um 14
grömm af slíkum eitruðum kökum til þess að þriggja ára bar;n
biði bana af. Rannsókn slíkra slysa hefur verið framkvæmt ár-
um saman, og samkvæmt henni hefur það sannast, að 9 börn
í Texas dóu úr slíkri eitrun á árunum 1954-1959, en taugakerfi
annarra skaddaðist varanlega. Þó nokkur slik tilfelli koma enn
fyrir og tilkynnt. hefur verið um slík slyss í hinum ýmsu fylkjum
Bandaríkjanna.
Enn hefur ekki verið fundin upp nein örugg lækning gegn
thalliumeitrun, og þvi segja læknar, að eina ráðið til þess að
vernda börnin sé, að banna algerlega notkun thalliumsúlfats í
„hreinlætisvörum“ til heimilisnota.
Time.