Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 90
102
L' R V A L
minnist eiginkonan unga gagn-
rýni foreldra sinna á eigin-
mannsefninu. Hin stöðiiga gagn-
rýni þeirra liefur liaft áhrif á
hana, án þess að hún hafi verið
sér þess fyllilega meðvitandi.
Hún minnist því fyrri aðvarana
þeirra, í hvert sinn sem hinn
ófullkomni eiginmaður brýtur
eitthvað af sér.
Nú gefur hún sér ekki lengur
tíma til þess að vega það og
meta, hvort foreldrar hennar
höfðu rétt fyrir sér eða elcki.
Hún veit bara, að þau höfðu
rétt fyrir sér, vegna þess að til-
finningar hennar hafa verið
særðar djúpu sári þá stundina.
Og brátt tekur hún að segja hið
sama við eiginmann sinn og for-
eldrar hennar sögðu um hann
við hana sjálfa. Síðan tekur hún
að vísa til þeirra máli sínu til
sönnunar, að hún liafi rétt fyrir
sér. Þannig' hefur teng'davanda-
mál skapazt.
Svo jjegar eiginkonan unga
segir við hann: ,,Hún mamma
sagði það líka alltaf við mig, að
ég' ætti ekki að giftast þér,“ þá
verður svarið líklega eitthvað í
þessum dúr: „Hvaða fjandans
vit ætli hún hafi á því? Hún,
sem var nógu vitlaus til þess að
giftast lionum pabba þínum!“
Og þannig' heldur styrjöldin ár
fram. í næsta skipti sem eigin-
maðurinn ungi og tengdamóðir
hans hittast, skihir hún alls ekk-
crt í hinni fjandsamlegu afstöðu
hans gagnvart henni. Að lokinni
heimsókninni hefur eiginkonan
unga síðan árás að nýju og ásak-
ar hanii fyrir að vera hryllilega
ruddalegur við móður hennar,
og ef til vill hefnir hún fyrir sig
með því að verða hryllilega
ruddaleg við móður hans.
Þetta hljómar allt ósköp
barnalega, þegar þessu er lýst
þannig afdráttarlausum orðum.
En þessi lýsing á einmitt mjög
vel við mörg tengdavandamál.
Nokkrar einfaldar reglur ættu
að geta hjálpað til þess að forð-
ast það að gera tengdafólk að
nokkurs konar útlögum. Foreldr-
ar ættu að vera geysilega varkár
í gagnrýni sinni á hinni tilvon-
andi eiginkonu sonarins eða til-
vonandi eiginmanni dótturinn-
ar. Gagnrýni þeirra hefur
kannske engin áhrif í þá átt að
koma í veg fyrir hjónabandið.
Hún verður kannske eingöngu
uppspretta skotfæra fyrir skot-
in, sem c-iginkonan og eiginmað-
iirinn byrja ef til vill að skjóta
hvort að öðru eftir hina fyrstu
vímu hveitibrauðsdaganna og
áður en þeim hefur tekizt að
laga sig nægilega vel hvort að
öðru, þannig að friður og ró
ríki á heimilinu.
Nýgift hjón ættu að forðast
að endurtaka gagnrýni foreldra