Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 158
170
ÚR VAL
þannig að ég fékk sár í greip-
ina. Sem betur fer, er ég alltaf
með sótthreinsandi duft á mér,
og gat ég þvi borið það tafar-
laust á sárið. Þetta gerðist nokkr-
um þumlungum frá höfði Elsu,
en af stjórnkænsku sinni lézt
hún ekkert sjá og lokaði aug-
unum værðarlega.
Elsa sýndi mér sömu blíðu-
hót sem fyrr, þegar við vorum
einar saman, en nú tók hún yfir-
leitt að gæta þess að sýna mér
ekki allt of mikil bliðuhót, þeg-
ar hvolparnir voru nálægt. En
eitt sinn er hún kom í heim-
sókn, var hún óstyrk vegna ein-
hvers, sem fyrir hana hafði
borið. Því leyfði hún mér að
hafa sig fyrir kodda, og síðan
faðmaði hún mig að sér með
framlöppunum. Jespah var aug-
sýnilega ekkert um þetta gefið,
því að hann hnipraði sig saman
og tók að mynda sig til að ráð-
ast á mig, strax og móðir hans
hvarf úr augsýn. Þetta endur-
tók hann þrisvar. Hann beygði
að vísu ætíð af leiö á siðasta
augnabliki og þóttist hafa meiri
áhuga á fíladriti, en eyrun, sem
liann hafði lagt fast að höfðinu,
og reiðilegt urr hans gaf mér til
kynna ofsalega afbrýði hans.
En það var greinilegt, að hann
myndaði sig aðeins til þess að
ráðast á mig, þegar móðir hans
hans gat ekki séð til. Ég gaf
honum nokkra góða bita til þess
að blíðka hann og batt síðan
slöngu við tíu feta snúru, sem
ég kippti síðan i og lét hann
fást við.
Nú vorum við orðin áhyggju-
full vegna afstöðu hans gagnvart
okkur. Við höfðum gert okkar
bezta til þess að virða náttúr-
legar tilhneigingar hvolpanna og
leyfa þeim að halda áfram að
vera raunverulega villiljón, en
þetta hafði óhjákvæmilega leitt
til þess, að við höfðum enga
stjórn á þeim. Litla-Elsa og hinn
huglitli bróðir hennar voru
bæði eins uppburðarlítil og
liingað til og hegðuðu sér aldrei
þannig að það þyrfti að setja
ofan í við þau eða hirta þau
fyrir. En skapgerð Jespah var
gerólík, og það dugði ekki fyrir
mig að ýta hinum hvössu, klór-
andi klóm hans frá mér og segja
„nei, nei,“ líkt og ég hafði gert,
þegar Elsa var hvolpur, en þann-
ig hafði ég kennt henni, að
draga klærnar inn, þegar hún
var að leika sér viS okkur. Á
hinn bóginn vildi ég ekki nota
prik á Jespah, þvi að Elsu kynni
að mislika það og hún kynni að
missa allt traust til mín. Eina
von okkar var fólgin i því, að
okkur tækist að vingast við
Jespah, en vegna hans ófyrir-
sjáanlegu viðbragða hverju sinni,
virtist fremur von til þess, að