Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 55
FRAMTÍÐARHORFUR SKÁLDSÖGUNNAR
07
Bretlandi, en þetta er fyrsta
árið, sem ýtarlegar tölur eru til
frá. Þær kostuðu flestar 7s 6d.
(7% shilling). Nýju skáldsög-
urnar, seni voru gefnar út frá
þvi í janúar frain í september
árið 1962, voru 3318 að tölu, en
meðalverð þeirra var þá komið
upp í 18 shillinga. Við þessa tölu
verður síðan að bæta miklum
fjölda skáldsagna, sem út komu
i vasabókarútgáfum, og skáld-
sagna, sein endurprentaðar voru
í sömu útgáfum, en þessi gerð
bóka var alveg óþekkt árið 1928.
Ætlazt er til, að bækur þær nái
til fólks þess, sem eitt sinn troð-
fyllti kvikmyndahúsin, Við verð-
um að gera ráð fyrir því, að
framboðið muni fylgja eftir-
spurninni eftir, hvað bókaútgáfu
snertir jafnt og önnur viðskipti.
Á þeim árum, meðan skáld-
sagan hélt velli gagnvart að-
dráttarafli kvikmyndahúsanna,
sem nú er aftur á móti að
minnka, þróaðist nýr keppinaut-
ur smám sainan, þ.e. kvikmynda-
hús heimilanna eða sjónvarpið.
Höfundar virðast óttast, að með
þróun sjónvarpsins, innleiðingu
litstjónvarps, sjónvarpstækjum á
hverju heimili í fyrstu, síðan í
hverju herbergi, muni sá vani,
að horfa á sjónvarp yfirbuga
lestrarvanann.
í slíkum heimi, heimi, sem er
ekki í neinum tengslum við
bókmenntastíl og rólega íhug-
un hins skrifaða orðs, óttumst
við, að skemmtiskáldsagan muni
halda lífi (auðvitað miðuð við,
að efni hennar verði síðan
sjónvarpað), en skáldsaga, sem
einkennist af lýsingu á skapgerð
og sálarlífi persónanna og atliug-
un á ástæðunum fyrir breytni
þeirra, muni líklega veslast upp
og deyja. Við sjáum það fyrir,
að minni spámönnum meðal
rithöfunda verði breytt í verk-
smiðjuvélar, er framleiði skáld-
sögur, en meðal rithöfunda
sem henta ekki sjónvarpinu,
muni þá ekki gegna öðru hlut-
verki en snjalls heila, sem starf-
ar án tengsla við hið hraðfleyga
líf.
Persónulega álít ég ekki, að
rithöfundar þurfi að óttast, að
þarna sé um að ræða mikla ógn-
un við tilveru þeirra. í stað
þess að eyðileggja hið núverandi
skáldsöguform, gæti hið nýja
tjáningartæki, sjónvarpið, líkt
og hið eldra tjáningartæki, kvik-
myndin, orðiið til þess að auka
eftirspurn eftir bókum meðal
þeirra, sem hugsuðu lítið um
þær áður. Ég efast um, að hinir
miklu, sígildu höfundar hefðfi
fyrirlitið hinn nýja hóp lesenda,
sem kynnzt hefur bókum þeirra
vegna þess eins, að þær hafa
verið auglýstar sem „bækur
kvikmyndanna“ „Daviðs Cópp-