Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 88
100
ÚH VAL
mun valda algerri og tafarlausri
lömun líkamans. Þessi skot eru
þau einu, sem eru algerlega ör-
ugg> °g Þótt önnur skot kunni
að valda tafarlausum dauSa, er
þar fremur um heppni en leikni
að ræða.
Snúi krókódíllinn beint að
manni með opinn kjaftinn og
hitti maður beint inn i gin hon-
um, mun heilinn eyðileggjast,
en þannig er hann i mestri
hættu, þar eð skotmarkið er þá
nolckuð stórt. En hæfi kúlan þá
ekki heilann, mun hún venju-
lega eyðileggja mænuna eða
hæfa hjartað.
Erfiðast er að hæfa krókódíl-
inn banaskoti, þegar hann liggur
endilangur með lokaðan kjaft og
snýr beint að veiðimanninum,
þvi að þá er hið raunverulega
skotmark mjög lítið, þ.e.a.s. að-
eins þykkt heilans.
Þegar krókódíllinn snýr á ská
að veiðimanninum, getur veiði-
inaðurinn valið á milli þess, að
reyna að hitta hann í heilan,
mænuna eða hjartað, og ætið
er bezt að velja auðveldustu að-
ferðina, þegar krókódílar eru
annars vegar.
Aðrar veiðiaðferðir eru not-
aðar, svo sem önglar með beitu,
snörur, gildrur eða skutlur, en
sérhvert þessara vopna er að-
eins notað við vissar aðstæður.
Þýðingarmesta atriðið er við-
bragð sjálfs krókódílsins. Þeir
virðast læra það mjög fljótt, að
önglar séu hættulegir. Á nýjum
stað, þar sem önglar hafa ekki
sézt áður, gleypa krókódilar
stundum beituna fyrstu dagana.
Síðan byrja hinir að vara sig á
þessu og láta annað hvort öngl-
an alveg í friði eða rífa beit-
una af þeim af mikilli leikni.
Sem atvinnuveiðimaður veiði
ég krókódílana vegna skinnsins
af þeim, en úr því er unnið leð-
ur, sem endist i heila öld. Ég
hef einnig gaman af veiðunum
þrátt fyrir þá staðreynd, að ég
veit það ofur vel, að krókódíl-
arnir drepa fleira fólk i Afriku
en nokkru öðru viltu dýri þar
telcst að drepa.
Sú skoðun hefur verið látin í ljósi, að ein af ástæðunum fyrir
því, að líf er útdautt á öðrum hnöttum, kunni að vera sú, að
vísindamenn þeirra hafi verið komnir dálítið lengra áleiðis en
okkar visindamenn. Artihur Murray.