Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 47
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
59
að grípa í það að lagfæra ýmsa
kafla í Dagbókinni minni, en
það verk sækist samt mjög seint.
Það er mitt lang-stærsta skrif.
Lottie Goodmundson er nú buin
að vélrita fyrir mig fjórða hluta
þess.“
.Beztu aðgengilegar heimildir
um síðustu æviár Magnúsar og
konu hans, heilsufar þeirra og
aðhlynningu, æðruieysi skálds-
ins og viðhorf þess til hinztu
raka tilverunnar eru þrjú bréf
til Jóhannesar og Sigríðar konu
iians, rituð 15. jan., 12. febr. og
12. júli 1945. En þau sýna einnig
fagurlega hugarró þessa heiðum-
liára öldungs, því að Magnús
veit j)á, að hann hefur tekið
banamein sitt, miskunnarlaust,
ólæknandi, og er fullkomlega
sáttur við örlög sín. Nálega
fram í bana sjálfan er andinn
bress og áhugi skáldsins enn vel
vakandi, þó að líkamanum
hnigni ört. 15. jan. 1945 skrifar
Magnús Jóhannesi svo m. a.:
„Bóndinn í Ási er nú mjög sólg-
inn i að lesa skemmtlegar og
fræðandi bækur, einkum ævi-
sögur góðra og merkra manna
og kvenna. Nýlega fékk hann,
til að lesa, bókina íslenzk menn-
ing, eftir dr. Sigurð Nordal, og»
er það frábærlega vel rituð bók,
fræðandi og skemmtileg. —
Kristján (Austmann) sendi okk-
ur, til að lesa, bókinna English
Soeial History, eftir sagnfræð-
inginn G. M. Trevelyan, og las
bóndinn í Ási þá bók af kappi
og athygli. — Marteinn M. Jóns-
son sendi okkur (til að lesa)
alhnörg leikrit eftir fræga höf-
unda: Shakespeare, Ben Jonson,
Shaw, Ibsen, Maxim Gorki, Moli-
ere, Eugene 0‘ Neill og m'arga
aðra. Við erum því ekki á flæði-
skeri stödd, nú um tíma, hvað
varðar bækur til að lesa. En að-
allega eru það helzt íslenzkar
bækur, sem bóndann í Ási
langar svo mjög tii að lesa. Hann
hefur fátt af þeim mörgu bók-
um séð, sem út hafa komið á
íslandi siðast liðin fimm ár.
Seinustu málsgreinarnar eru
eins og kveinstafir eða and-
vörp. Þær minna á áður tilvitn-
uð orð í bréfi til mín, rituðu um
svipað ieyti: „Eg vildi óska, að
eg ætti fleiri myndir af fjöllum
og ýmsum stöðum á Austura-
landi, einkum þeim, sem sjást
frá Fljótsbakka og Meðalnesi."
Svo rík var ást Magnúsar á
Islandi og æskustöðvunum sér-
staklega, svo djúpar átti hann
rætur í móðurmoldinni, svo
mikill þorsti hans eftir því, sem
íslenzkt var, að þeim þorsta
fékk hann aldrei svalað til
fulls.
En fróðleiksþrá hans er víð-
feðm. í áður áminnztu bréfi til
Jóhannesar, dags. 12. febr. 1945,