Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 26
38
ÚR VAL
þau hjónin verið sterkari for-
eldrar, hefðu líkurnar gegn
Tommy verið miklu minni. Það
er næg ástæða fyrir foreldra
hinnar nýju kynslóðar að upp-
götva að nýju þá staðreynd, að
agi er ekki síður þýðingarmik-
ill fyrir þroska og öryggi barna
og unglinga en k ærleikur og
matur.
Ætti ég að stinga upp á viss-
uin reglum til leiðbeiningar
fyrir foreldra, myndu þær
hljóma eitthvað á þessa leið:
1. Foreldraást er nauðsynleg
fyrir öryggi barnsins. Fullviss-
aðu barn þitt um, að ást þin til
þess sé skilyrðislaus, hvað sem
fyrir kunni að koma. Velþóknun
þin á athöfnum þess er vissu-
lega háð skilyrðum, og hún er
ekki alltaf fyrir hendi, en þann-
ig er þvi ekki farið um ást þína
til barns þíns.
2. Unglingar verÖa að rjúfa
hin fyrri tengsl bernskuáranna
við foreldra sína. Hvorugur að-
ili þarf að finna til sektarkennd«
ar gagnvart þessu náttúrulög-
máli.
3. Unglingar vilja, að foreldr-
ar setji þeim greinleg og örugg
hegðunartakmörk, þótt þeim
finnist oft, að þeir verði að bera
á móti því.
4. Minnztu þess, að barnið vill
sjá sjálft sig í foreldrum sínum.
Drengurinn vill finna sjálfan sig
i föður sinum. En hann vill
finna sjálfan sig í styrkum
manni, sem hefur stjórn á hlut-
unum. Drengnum léttir því,
þegar faðirinn lýsir yfir ströngu
og réttu banni. í ólgusjó alls
kyns ótta og þarfa, sér hann
hilla undir þann mann, sem
hann mun likjast, er hann vex
upp.
TÖFRASPROTI SNÆVARINS.
Fyrsta snjökoman er ekki aðeins merkisatburður heldur at-
burður þrunginn töfrum. Þú ferð í rúmið í snjólausri veröld og
vaknar í annarri gerólíkri veröld. Séu þetta ekki töfrar, hvar
fyrirfinnast þeir þá? Það er li-kt og húsið, sem þú býrð í, hafi ver-
ið flutt til annarrar heimsálfu og látið falla þar til jarðar. Hin
snjólausu herbergi hússins, sem töfrasproti snævarins hefur ekki
snortið, virðast jafnvel einnig umbreytt. Þau virðast öll minni
og notalegri. J. P. Priestley.