Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 63
ENDURKOMA SÓLGUÐSINS
íor með honum í mjög einkenni-
legri sendiför hátt uppi i And-
esfjöllin. Hann sagði, að ég yrði
fyrsta hvíta konan, sem fengið
hefði tækifæri til þess að hitta
þar Yus-Etza, hinn nýja Sólguð
Indíánanna og beinan afkom-
anda Atahualpa, hins síðasta
Inkakeisara.
Hann sagði ennfremur, að
þannig gæti ég kynnzt framtíð-
áráætlunum og' vonum allra
þeirra milljóna Indíána, sem
Yus-Etza væri fulltrúi fyrir.
Sama kvöld sneri ég aftur til
leirkofans. Ásamt Carlos And-
rade var þar staddur Jorge Ter-
an sem fyrr, en nú var þar
einnig ókunnugur Indiáni. Hann
sagðist heita Hugo Larrea.
Hann sagðist eiga að verða
túlkur minn í ferðinni, og væri
hann lögfræðingur frá borginni
Guayaquil i Ecuador. Ég sá það
greinilega jafnvel í þessari litlu
birtu, að hann var tika óbland-
aður Indíáni þrátt fyrir mennt-
un sina og nútímaklæðnað hvíta
mannsins.
Að nokkrum mínútum liðnum
yfirgáfum við leirkofann og
gengum fyrir kofahornið. Þar
stigum við upp i jeppa og ók-
um út í myrkrið. Brátt vorum
við komin út á hinn góða þjóð-
veg, sem liggur norður á bóg-
inn meðfram Kyrrahafsströnd-
inni, og vorum þannig lögð af
75
stað í hina löngu pílagrímsferð
okkar til Sólguðs Inkanna.
Hugo hóf nú máls og sagði:
„Allt frá þeim degi að við
Indíánarnir vorum sigraðir af
hinu spænska liði, höfum við
beðið þolinmóðir þess tíma, er
við gætum risið upp að nýju,
sigrað og tekið það aftur, sem
frá okkur var stolið. Yið trúum
þvi statt og stöðugt, að nú sé
það augnablik að nálgast. Þótt
Atahualpa hafi verið drepinn
og flestir meðlimir keisaraætt-
arinnar myrtir af hinum
spænsku sigurvegurum, tókst
þó nokkrum þeirra að flýja, og
tekizt hefur að viðhalda kon-
ungsættinni hreinni mann fram
af manni gegnum aldirnar,
þannig að við eigum nú keisara-
efni, sem er beinn aðkomandi
Atahualpa i karllegg.“
NÝTT ÆTLUNARVERK.
Augu Hugos ljómuðu af næst-
um ofstækisfullri ákefð, þegar
hann hélt áfram máli sínu: „Á
morgun munuð þér hitta bein-
an alkomanda Atahualpa. Yið
trúum þvi statt og stöðugt, að
hann muni eiga eftir að vísa
okkur veginn til oklcar nýja ætl-
unarverks.“
„En hvernig hefur ykkur tek-
izt að leyna tilveru hans svo
lengi?“ spurði ég steinhissa.
„Hver er hann? Hvaðan kemur