Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 91
UNfíU HJÓNIN OG TENGDAFÓLK1Ð
103
á makanum né vísa til foreldr-
anna sem upphafsmenna slíkr-
ar gagnrýni. Sérhver gagnrýni,
sem foreldrar kunna að vilja
bera fram, ætti að vegast og met-
ast fyrir giftinguna. Sé hún rétt,
getur dóttirin eða sonurinn
samþykkt hana sem vandamál,
sem þurfi að leysa í hjónaband-
inu. Sé gagnrýnin álitin ástæðu-
laus fyrir giftinguna, þá verður
hún að álítast ástæðulaus eftir
hana.
Stundum hegða hjón sér eins
og tengdafólk þeirra væru bara
greinleg skotmörk, sem hæfa
þyrfti óþyrmilega. Eiginmaður-
inn tekur kannske auðmjúklega
ósvífinni gagnrýni vinnuveit-
anda síns, en beri tengdafaðir
hans fram einhverja uppástungu,
fer kannske allt í bál og brand.
Eiginkonan tekur kannske
móðgunum af hendi bridgespil-
ara af hinni mestu Ijúfmennsku,
en spyrji tengdamóðirin hana
að því, hvar hún kaupi i mat-
inní móðgast hún. Þegar farið
er að sýna tengdafólki óvirð-
ingu og hegða sér þannig gagn-
vart þvi, sem það eigi enga
hætt er þá á ferðum.
Auðvitað er til teng'dafólk,
sem leitast við að stía að vissu
leyti í sundur barni sínu og
maka þess, annað hvert viljandi
og af fullkominni iligirni eða ó-
sjálfrátt, sem getur reynzt alveg
eins hættulegt. Þetta te-ngdafólk
er ósköp skammsýnt. Það hvet-
ur dótturina „að koma bara
heim“, þegar eitthvað bjátar á
i hjónabandinu. Það gefur syn-
inum i skyn, að hann búi við
konuríki, af því að hann hjálp-
ar konunni sinni að þvo upp.
Það veigrar sér ekki við að láta
undrun sina og vanþóknun í
ljós, í hvert sinn sem tilkynnt
er, að von sé á nýju barni.
Eiginmenn og eiginkonur geta
gi ipið til einfaldrar aðferðar til
þess að meðhöndla slikt tengda-
fólk. Þau eiga fyrst og fremst að
sýna hvort öðru hollustu. Þau
verða sjálf að gera út um vanda-
mál sín. Eigi hjónaband þeirra
að standast storma lifsins, verð-
ur það að hvila á tveim megin-
stoðum, sem það er grundvallað
á .... einum manni .... og
einni konu.
Það er fásinna, að ætla sér að verða öllum til geðs. Það er
sama í hvaða átt maðurinn snýr sér: Hann neyðist alltaf til að
snúa bakinu við annarri hvorri hálfu heimsins.