Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 116
128
ÚR VAL
man ég með vissu hvaS þetta
gekk lengi, en að síðustu þótti
kennaranum þetta grunsamlegt
og hringdi til tannlæknisins.
Kom þá í ljós, að þangað hafði
drengurinn aldrei komið og að
allir þessir tannsjúkdómar og
tannviðgerðir voru uppspuni
einn. Allt fundið upp til að losna
við skólasetuna. En líklega hef-
ur þetta orðið honum nokkur
iækning.
Fyrir allmörgum árum kom
fyrir annað svipað dœmi,
en þá var það sjö ára drengur,
sem um var að ræða.
Þetta gerðist í vorskólanum og
hafði drengurinn innritazt fyrir
nokkrum dögum.
Eitt kvöld liringir faðir hans
til mín og segir, að nú sé ekki
gott i efni. Segir hann að dreng-
urinn neiti að fara i skólann og
beri því við, að börnin séu svo
vond við sig og striði sér svo
mikið, að hann geti ekki verið
með þeim lengur, einkum bekkj-
arsystkinin. Hann biður mig að
athuga þetta og reyna að kippa
þessu í lag. Hann segist muni
sjálfur koma með strákinn næsta
morgun.
Ég hringi svo i kennara drengs-
ins og spyr hann um þetta. Hann
hafði ekki orðið var við neitt
slikt, en fullyrti, að það gerðist
ekkert slíkt inni i kennslustof-
unni. Líður nú til næsta dags.
Móðir drengsins kom svo i
skólann næsta morgun og segir
að drengurinn harðneiti að fara
í skólann af því að börnin séu
svo vond við sig, og veit hún
nú ekki, hvað til bragðs á að
taka. Þetta voru menntaðir og
góðir foreldrar og tóku þessu
með gætni og skynsemi.
Nú minntist ég þess allt í einu,
að það á að berklaprófa börnin
þennan dag, og geti skeð að þau
viti það fyrirfram. Ég spyr
frúna hvort drengurinn sé
hræddur við þessa aðgerð, eins
og sum önnur börn. Það hafði
oft komið fyrir áður, og hafði
þá jafnvel þurft að framkvæma
hana með valdi. Hún telur þetta
ekki óhugsandi, og segist muni
reyna að komast eftir þessu með
lagi og fer síðan heim. Síðar
um daginn hringir hún og segir
að þetta hafi verið hin rétta á-
stæða til að drengurinn vildi
ekki fara i skólann. Hafði hann
játað allt fyrir henni og var mál
þetta nú úr sögunni. Þeir geta
verið hýsna ldókir þessir litlu
karlar.
Hér kemur svo að lokum saga
um vel hugsuð ósannindi og
margendurtekin: Þetta var 12
ára piltur í sjötta bekk. Hann
hafði ekki vakið neina athygli
fyrri hluta þessa vetrar né áður,
en þegar kom fram yfir áramót
tók liann að vanrækja nám sitt