Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 147
FRJÁLST LÍF
159
að segja mér, að Elsa væri að
kalla hinum megin árinnar, og'
kall hennar væri svo einkenni-
legt. Ég gekk upp með ánni i
áttina til hljóðsins. Og skyndi-
lega kom ég út úr þykkninu og
stóð á sandhrygg við ána.
Ég sanzaði snögglega og ætl-
aði ekki að trúa mínum eigin
augum. Þarna stóð Eisa nokkr-
um metrum frá mér með einn
hvolp sér við hlið, annar var
að skreiðast upp úr ánni, en sá
þriðji eigraði fram og aftur á
hinum bakkanum og vældi aum-
ingjalega. Elsa leit fast á mig, og
svipur hennar var að vísu stolt-
ur, en þó einnig vandræðalegur.
Ég stóð alveg grafkyrr, á með-
an hún talaði blíðlega við
hvolpa sína. Mál hennar líkt-
ist lágværum stunum. Það var
sem hún segði: M-hm . . .M-hm
. . . Hún gelck að hvolpinum,
sem var að skriða upp úr ánni,
og sleikti hann bliðlega. Síðan
synti hún aftur yfir ána til
þriðja hvolpsins, sem stóð ráða-
laus á hinum bakkanum. Hinir
hvolparnir tveir eltu hana hik-
laust. Þeir syntu hreystilega
yfir hina djúpu á, og brátt var
öll fjölskyldan samansöfnuð á
hinum bakkanum.
Elsa lagðist til hvildar undir
fíkjutré. Hinn gyllti faldur henn-
ar glóði við bakgrunn hinna
dökkgrænu blaða og silfurgráu
kletta. Hvolparnir földu sig og
gægðust öðru hverju út úr
þykkninu og horfðu í áttina til
mín. En brátt yfirvann forvitnin
feimni þeirra, og þeir gengu út
úr kjarrinu og störðu forvitnis-
lega i áttina til min. Elsa talaði
bliðlega til þeirra og fullvissaði
þá um, að engin hætta væri á
ferðum. Þeir klifruðu upp á bak
henni og reyndu að ná i rófuna
á henni, sem hún sletti til og frá.
Ég hafði sent þjóninn eftir
mat handa Elsu. Þegar hann kom
með matinn, synti hún strax yfir
um og settist að snæðingi.
Einn hugrakkur hvolpur synti
yfir ána með henni, en svo sneri
hann aftur við til félaga sinna.
Þegar Elsu fannst hann vera
kominn á hættulegan stað,
steypti hún sér út í ána, greip
hausinn á honum i kjaft sér og
kaffærði hann duglega, likt og
hún væri að kenna honum, að
hann skyldi nú ekki gerast allt
of biræfinn. Svo kom hún með
hann i kjaftinum upp á bakkann
til mín. Nú hætti annar hvolpur
á að synda yfir um til okkur,
en sá þriðji var enn kyrr á hin-
um bakkanum.
Elsa kom til mín og velti sér
á bakið, likt og hún vildi sýna
hvolpunum, að ég væri bara ein
af fjölskyldunni. Þetta dró úr
hræðslu þeirra, og þeir skriðu
varlega nær mér. Hin stóru,