Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 27
39
r
L
- \
Vandaðu mál þitt
Hér fara á eftir 17 orð og orðasambönd með réttri og rangri merk-
ingu ásamt tveim málsháttum og einum vísuparti til athugunar. Próf-
aðu kunnáttu þína í íslenzkri tungu og auk þvi orðaforða þinn með
því að finna rétta merkingu orða og orðasambanda.
1. apur: á báðum áttum, kuldalegur, aulalegur, framhleypinn.
2. árnun: fyrirbæn, ósk, duna, skíðahlaup
3. billa: ílát, hroki, ímyndun, magaslæmska.
4. dokinn: sperrtur, lotlegur, metorðagjarn, fýldur.
5. eljari: kvennabósi, keppinautur, meðbiðill, mótstöðumaður.
6. gösla: ösla, láta móðinn mása, fýla grön, vera mikillátur.
7. hreiSa: bælt gras, rúm, laupur, gróðurflækja.
8. hvellibjálla: hávær persóna, hrossabrestur, spói, glerjabrúsi.
9. Viöhögg: öxi, fjalhögg, spýtnarusl, eldiviður.
10. þöktandi: hósti, suð, dreggjar í flösku, vindhviða.
11. þanir: tálkn, segl, flotholt, net.
12. ceki: vagn, ok, hestur, hlass.
13. Mér fer þaö ékki úr fötum: ég get ekki gleymt því, hef ekki fóta-
vist, læt það ekki á mig fá
14. Þá var uppi fótur og fit: allt var á tjá og tundri, allt komst á
hreyfingu, allir urðu æstir.
15. falla viö árar: vera slæmur ræðari, skvetta með árum, taka löng
áratog.
16. Honum varö þaö fyrir ári: það varð honum til happs, til ills, til
minnkunar.
17. Hér sféndur hvert brotiö upp af ööru: hver silkihúfan upp af
annarri, allt styður hvað annað, fer síversnandi.
18. Svo skal böl bceta aö bíöa annaJö meira. Hvaða málsháttur minnir
á þetta spakmæli?
19. Fangs er von af frekum úlfi. Hvað þýðir orðið fang?
20. Þar eru börnin brigöasmá (Vikivaki). Hvað þýðir orðið brigða-
smár. Lausn á blaösíöu 18lf