Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 28
Ógleymanlegur maður
Snillingur
í lífsins list
Eftir
Þórodd Guðmundsson.
w Bag, r í ÆSKU var einn
m helzti eftirlætishöf-
undur þess, er þetta
tVm ritar, vestur-íslenzka
Ifiíw skáldið Jóhann
Magnús Bjarnason. Skáldsögurn-
ar Eiríkur Iiansson, Drasilíufar-
arnir og í Rauðárdalnum, auk
smásagna og ævintýra eftir hann,
voru bækur mér að skapi. Raun-
sæjar lýsingar, ævintýraleg
örlög hetjudáðir, gleðirik frá-
sagnarlist, allt var það heill-
andi fyrir unglinginn. Auð-
fundið virtist lika, að lijarta
höfundarins væri gott og fals-
laust, hugurinn hreinn. Helzt
fanðst mér, að skáldið kynni
vart að hræðast, ekki fremur en
íslenzka heljarmennið, sem ein
sagan var af og vakti óskipta að-
dáun mína.
Þegar ég ungur að aldri lá í
sögunum hans Magnúsar, datt
mér ekki i liug, að seinna meir
mundi ég öðlast persónulega
vináttu þessa skálds, þvi siður
skipta við hann bréfum eigi
allfám, þó að við sæjumst aldrei.
En allra sizt gat mig þá órað
fyrir þvi, að við lestur bréfa frá
Magnúsi öðlaðizt ég þann skiln-
ing á höfundi Eiriks Hanssonar
og Brasiliufararanna, að nú dá-
ist ég enn þá meira að mann-
kostum hans, lífsskoðun, grand-
varleik öllum og breytni en ég
dáðist forðum að sögunum, sem
hann skrifaði. Bæði af þvi að
vitneskjan um þessa mannkosti
er fengin á forvitnilegan og fá-
gætan hátt og eins af hinu, að
ég tel þá vitneskju um lífslist
Magnúsar eiga sízt minna erindi
ÚR VAL
40