Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 95
107
ÓSKÖP VEMULEGUli LÖGFRÆÐIXGUfí
segulbandstæki í samband,
hlustar á rödd annarrar skrif-
stofustúlkunnar, sem lesið hef-
ur dóma og aðrar lögfræðilegar
fréttir úr lögbirtingablöðum og'
tímaritum inn á bandið. Að lok-
um stöðvar hann tækið og byrj-
ar að lesa fyrir inn i diktafón-
tæki. Eftir að hann hefur lesið
skrifstofustúlkunum fyrir mörg
bt'éf og annað efni, byrjar hann
að vélrita. Símarnir hringja.
Það heyrist glamur í ritvélum.
Diktafóntæki og segulbandstæki
suða. Viðskiptavinir líta inn.
Þetta er aðeins venjulegur starfs-
dagur i velrekinni skrifstofu
lögfræðings.
Þegar síðasti viðskiptavinur-
inn er farinn, hringir Vernon
heim. Brátt hefur Betty lcomið
hafurtaski fjölskyldunnar fyrir
í bílnum, og þau aka öll tii
skrifstofunnar til þess að taka
Iiann upp i, en aka skal út að
Minavatni, sem er í 13 mílna
fjarlægð frá bænum.
Þegar þau eru búin að koma
öllu dótinu inn í sumarbústað-
inn sinn, kallar Bob Burckhard,
nágranni þeirra, yfir til þeirra.
„Heyrðu, Vernon, eigum við að
lcoma snöggvast út á vatn til
þess að kæla okkur? Ég stýri
bátnum, og þú getur notað
vatnaskíðin.“
Vernon og tvö af börnum hans
klæddu sig í sundföt og gengu
að bátabryggju Burckhards. Þar
festi Vernon á sig vatnaskiðin
og björgunarbeltið. Burckhard
setur vélina í gang, og þeir
renna mjúklega af stað.
Fyrst fylgir Vernon kjölfari
bátsins. Siðan stekkur hann til
og frá í löðri kjölfarsins. Hann
gefur merki um, að hann ætli að
reyna að standa á öðrum fæti.
Hann lyftir hægt öðrum fæti
upp í loftið og lætur skíðið
detta, reynir síðan að halda
jafnvægi á öðru skiðinu. Hann
riðar við æ ofan í æ. Börnin
lilæja, er faðir þeirra skellur
endilangur i vatnið. Þegár Ver-
non klöngrast upp í bátinn, seg-
ir Benny litii við hann: „Það
þarf ekkert annað en sjálfstraust
og æfingu, pabbi. Æfðu þig
bara.“
Seinna um kvöldið spila
bæði lijónin bridge saman,
mennirnir gegn konunum. Ver-
non spilar snilldarlega og blekk-
ir frú Carroll Burckhard. Hún
segir í uppgjafartón: „Svei mér
þá, ég held, að ]iú kíkir á spil-
in min.“
Hann hlær innilega og svarar:
„Carroll, þú veizt, að það
myndi ég aldrei gera.“
Skyndilega bregður spilafólk-
inu, þegar þrumur miklar kveða
við. Betty segir áhyggjufull:
„Það er víst að koma ofsarok.