Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 126
138
ÚRVAL
og æddi nú svo ofsalega um gólf-
ið upp á lofti, að loftið í stof-
unni undir niðri titraði við. En
nágrannar lians við Grosvenor-
torg í Lundúnum skeyttu þessu
ekki hætis Iiót þvi að þeir álitu
húsið nr. 25 við Brookstræti
vera nokkurs konar geðveikra-
liæli.
Skyndilega heyrðist hár
dynkur, og síðast heyrðist, að
gler var brotið. Hávaði þessi
harst ofan af lofti. Þjónn Hánd-
els æddi upp í vinnustofu hús-
bónda síns og sá hinn geysistóra
mann liggja endilangan á gólf-
inu. Augu lians voru opin og
augnaráðið starandi. Tungan
titraði og skalf milli máttvana
varanna. Þjónninn stóð þarna
og starði fullur hryllings á hús-
bónda sinn, en þá kom ritari
lians, Christopher Smith að
nafni, æðandi inn í vinnustof-
una. Þeir lyftu hinum þunga lík-
ama upp af gólfinu.
Smith hrópaði: „Látið vatn
drjúpa í andlit honum, meðan
ég næ í lækninn." Hann flýtti
sér út í Fleetstræti, fann dr.
Jenkins og dró hann með sér
út í vagn. Þeir fóru á harða-
stökki til Brookstrætis, og Smith
sagði honum frá málavöxtum á
leiðinni:
„Þeir eru alveg að gera út af
við Hándel, þessir söngvarar,
textahöfundar, gagnrýnendur
og hvað þeir heita nú allir sam-
an. Hann hefur samið fjórar
óperur síðasta árið og vonað að
geta bjargað leikhúsinu við, en
það dugar ekki. Allt sparifé
hans er gengið til þurrðar, og
lánadrottnarnir ofsækja hann
nótt sem nýtan dag. Þeir eru
staðráðnir í að yfirbuga okkar
mikla snilling algerlega!“
Þegar Jenkins gekk inn í
vinnustofu tónskáldsins og
byrjaði á blóðtökunni, barst
djúpt andvarþ frá magnvana
vörum Hándels. Síðan hreyfðust
varir hans: „Það er úti um mig
.... ekkert afl . . . vil ekki . . ,
lifa . . . .“
Læknirinn tók eftir því, að
annað auga Hándels var alveg
galopið og starði fram fyrir
sig án þess að sjá nokkuð, að
því er virtist. Síðan lyfti hann
handlegg hans. Hann féll afl-
vana niður, er hann sleppti
honum.
„Slag,“ sagði dr. Jenkins.
„Hægri liliðin er lömuð. Það
getur verið, að okkur takist að
bjarga manninum, en hljómlist-
armaðurinn er glataður að eilífu.
Heili hans hefur orðið fyrir
varanlegum skemmdum."
í fjóra langa mánuði gat Hánd-
el hvorki talað, gengið né slegið
eina nóttu á harpsicordið.
Þegar vinir hans léku fyrir
hann, koin glampi í augu honum,