Úrval - 01.09.1963, Blaðsíða 107
TÍÍJtÆfílt) Vlfí I)E GACLLE
119
Númer bifreiðarinnar gáfu til
kynna, að eigandi hennar var við-
gerðarverkstæði nokkurt í Joigny,
sem er um 80 mílum fyrir suðaust-
an París. Eigandinn hafði leigt
bifreiðina laglegum, ungum
manni. „Hann var alveg eins og
kvikmyndaleikari,“ sagði eigin-
kona hans. Hann hafði sagzt
heita Jean-Francois Murat. Nafn-
ið var upplogið, en fyrir dögun
hafði skipun þessi borizt frá
París: „Rannsakið sérhvert gisti-
hús í Frakklandi.“ (Þau eru yfir
60.000 að tölu). Brátt barst vit-
neskja um, að þessi „Murat“ hefði
tekið aðrar bifreiðir á leigu vegna
tilræðisins. Þær höfðu verið tekn-
ar á leigu í ýmsum landshlutum.
Leynilögreglumenn grandskoð-
uðu strætin i götunum umhverfis
árásarstaðinn og húsin við stræti
þessi. Nú fengu jjeir einnig mjög
mikilsverðar upplýsingar mjög
skyndilega. íbúar í lnisum við
Avenue Victor Hugo minntust
þess, að gul sendiferðabifreið
hafði staðið kyrr fyrir utan nr.
2 við loá götu allan síðari hluta
dags þess, er tilræðið var framið
á. Þetta var íbúðarhús á götu-
horni. „Þar stóð líka blá fólks-
bifreið af Citroengerð, og ég sá
tvo menn ganga úr henni inn í
húsið,“ bætti einn íbúanna við.
Hann sagði, að annar hefði verið
hörkulegur á svip. Hár hans stóð
sem burst upp í loftið. Hann var
haltur. an virtist vera á fimm-
tugsaldri. Ijögreglan kannaðist
við þessa lýsingu. \ lista þeirra
yfir menn þá, sem þeir leituðu,
stöðugt að. var alræmdur
skemmda verkamaður frá OAS,
Georges Watin a ð nafni, sem
gekk undri uppnefninu „Le Boi-
teux“, „Haltrarinn“.
, íbúð á fjórðu hæð hússins
reyndist hafa verið leigð stúlku
að nafni Monique Bertin, sem var
ritari stjórnmálasamtaka, sem
unnu að þvf að halda Alsír scm
frönsku landssvæði. Hún átti
bróður, Pascal að nafni, sem
Iiafði verið mikili vinur skóla-
félaga síns, er hét Jean-Pierre
Naudin, en lögreglan hafði lengi
grunað þann mann um stjórn-
málalegt neðanjarðarstarf.
íbúð Monique var að vísu tóm,
en leynilögreglumenn röktu slóð
hennar heim til húss fjölskyldu
hennar fyrir utan París. Ymsir
fjölskjddumeðlimir voru yfir-
heyrðir, og að lokum viðurkenndi
faðirinn, að Pascal sonur hans
og Naudin vinur Pascals hefðu
verið í felum í húsi lians í nokk-
urn tíma eftir tilræðið, en væru
nú flúnir jiaðan.
Dögum saman þagði fjölskyld-
an yfir verustað Pascals þrátt
fyrir yfirheyrslur. En þ. 4. sept-
ember gafst Monique alveg upp
og skýrði frá því, að hún hefði