Úrval - 01.07.1966, Page 6

Úrval - 01.07.1966, Page 6
4 ÚRVAL um en þeim, sem vinna líkamlega vinnu. í öðru lagi er ýmislegt sem bendir til þess, að sykurinn sé sá þáttur fæðunnar, sem sökina ber, en alls ekki fitan. 2. Ef mjólk og rjómi eru fitandi, hvers vegna eru þau þá ævin- lega fastur liður í megrunar- fæði? Hver sá, sem ber upp slíka spurn- ingu, skilur ekki fyllilega að hverju það stafar, að fólk fitnar, og hvað það ætti að gera til þess að megra sig aftur. Enginn einstök fæðu- tegund veldur því að fólk fitnar. Til þess þarf óhóflegt fæðumagn af öllum tegundum. Þó má segja ofurlítið meira en þetta. Feitt fólk neytir að jafnaði of mikils af þeim fæðutegundum, sem innihalda kol- vetni, það er að segja sterkju og sykur. Og feitt fólk léttist óhjá- kvæmilega, þegar það neytir fæðu, sem inniheldur lítið af kolvetnum. Vitanlega má ekki hugsa um það eitt, að fæðið grenni fólkið og haldi því grönnu. Fæðið verður einnig, og ekki síður, að viðhalda hreysti og heilbrigði líkamans. Það hefur því jafn mikla þýðingu hvað of feitt fólk borðar eins og hitt, hvað það ekki borðar. Rétt er að geta þess hér, að mjólk í megrunarfæði er ein bezta leiðin til þess að tryggja, að í fæðinu séu öll þau næringarefni, sem nauðsynleg eru til að viðhalda heilsu og vellíðan. 3. Er það rétt að í smjöri sé vatn? Já, og auðséð er hvers vegna, þegar hugsað er um, hvernig smjör er búið til. Eins og allir vita eru örlitlir fitudropar blandaðir saman við allan hinn vatnsborna hluta mj ólkurinnar, þ.e.a.s. undanrenn- unnar, og mynda ásamt henni svo- nefnda emulsio (blöndu, en ekki upplausn). Þessir smádropar leita upp á yfirborðið og setjast smám saman ofan á mjólkina sem rjómi, og fyrir þessum aðskilnaði rjóma og undanrennu má flýta með því að skilja mjólkina, eins og það er kall- að, í miðflóttaaflsvél eða skilvindu. I rjómanum er fitan enn í smá- dropum, blönduðum nokkru af undanrennu, en miklu minna og því minna sem betur er skilið og þeim mun þykkari verður rjóminn. Sé rjóminn nú strokkaður, renna fitudroparnir saman í smá kúlur og köggla. Mestur hluti vatnsins er nú kominn út úr fitunni, en samt er enn í henni ofurlítið af vatni í örsmáum dropum. Fitukögglarnir ásamt þessum örsmáu vatnsdropum, sem þeir eru blandaðir, mynda þannig smjörið. Það má segja, að þegar smjör er búið til, sé blönd- uninni snúið við. Rjóminn er vatns- blanda með fitudropum í en smjör- ið er fita með vatnsdropum í. An þessara vatnsdropa væri smjörið aðeins vatnslaus fita, sem Indverj- ar nefna „ghee“, og væri bæði að áferð og bragði álík smjöri og ó- lystugri. 4. Hvers vegna þarf að pasteur- isera (þ.e. gerilsneyða án þess að suða komi upp) mjólk? Mjólk er afbragðs næring, ekki aðeins fyrir menn, heldur einnig fyrir sæg af margskonar gerlum. Sumar gerlategundir, sem aukast og margfaldast í mjólkinni, geta verið sjúkdómsvaldar, líkt og þær tegundir, sem valda berklum,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.